Starfshópur rektors HÍ vill kanna hvort prófa eigi íslenskukunnáttu stúdenta Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2016 22:11 Eiríkur Rögnvaldsson prófessor er formaður starfshópsins. Vísir/Valli „Maður hefur heyrt marga kennara tala um það að þeir eyði sífellt meiri tíma í það að leiðrétta málfar í ritgerðum og fleira. Þetta hefur hins vegar ekki verið rannsakað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði og formaður starfshóps um endurskoðun málstefnu Háskóla Íslands. Starfshópurinn var skipaður í nóvember síðastliðnum og skilaði skýrslu sinni um miðjan janúar. Í skýrslunni er nefndur sá möguleiki að íslenskukunnátta nemenda sem hefja nám við skólann verði könnuð. „Þá er ekki þar með sagt að það yrði eitthvert inntökupróf, heldur frekar leiðbeinandi fyrir nemendur. Að þeir sem kæmu illa út úr því prófi fengju skilaboð um að þeir þyrftu að bæta sig.“Mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdentaStarfshópurinn telur mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdenta til að hægt sé að fá skýra mynd af stöðunni á þessu sviði og ekki þurfi að byggja á einstökum dæmum og tilfinningu kennara. Eiríkur segir það alltaf hafa verið þannig að eldra fólki finnist yngra fólkið ekki kunna málið almennilega og að það sé að fara með málið til fjandans. „Kannski er því þessi tilfinning sem margir kennarar hafa einfaldlega röng. Það skortir hins vegar rannsóknir á þessu.“Gera íslenskunni kleift að standast þrýsting enskunnarEiríkur segir svo aðra hlið vera á málinu þegar kemur að stöðu íslenskrar tungu innan skólans, en það er staða hennar gagnvart enskunni. „Eins og fram kemur í skýrslunni þá liggur fyrir að það er heilmikil kennsla á ensku í skólanum. Hún hefur aukist á síðustu árum vegna fjölgunar skiptinema og erlendra kennara, sem og aukinnar þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.“Vísir/AntonHann segir fulltrúa starfshópsins líta svo á að enskan sé mikilvæg og nauðsynleg í öllu háskólastarfi, vilji menn taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á annað borð. „Við verðum að taka því að það er talsverð kennsla sem fram fer á ensku. Sú lína sem vildum taka var því að við viljum ekki berjast á móti enskunni heldur efla íslenskuna og gera henni kleift að standast þennan þrýsting. Við leggjum þetta því upp á jákvæðum nótum en ekki neikvæðum.“Skylda kennara sem fá ótímabundna ráðningu til að kenna á íslenskuÍ skýrslunni er einnig fjallað um fjölgun erlendra kennara og það að reiknað sé með að þeim komi til með að fjölga enn frekar á komandi árum. Eiríkur bendir á að fæstir þeirra kunni íslensku þegar þeir komi til landsins og að flestir noti ensku í kennslu sinni fyrstu árin. Hann segir suma ekki ætla sér að starfa við Háskólann nema í stuttan tíma og varla við því að búast að þeir vilji leggja á sig að læra tungumál sem ekki nýtist þeim að starfstíma hér loknum. „Yfirleitt eru nýir kennarar fyrst ráðnir tímabundið til fimm ára og ef þeir standa sig geta þeir fengið ótímabundna ráðningu eftir það. Hugmyndin okkar var sú að segja að ef menn sækjast eftir ótímabundinni ráðningu eftir þessi fimm ár þá hafa þeir sýnt fram á að þeir ætli sér að vera hér áfram. Því sé eðlilegt að gera þá kröfu að þeir kenni á íslensku.“ Skýrslan er nú til umsagnar meðal annars hjá fræðasviðum og fastanefndum háskólans og Stúdentaráðs. Henni var skilað um miðjan janúar og var gefinn mánuður til umsagnar. „Nefndin mun svo koma saman og fara yfir þessar umsagnir, meta þær og hugsanlega breyta tillögum sínum. Síðan er meiningin að taka þetta fyrir á Háskólaþingi í vor og á endanum er það svo háskólaráð sem samþykkir stefnuna,“ segir Eiríkur. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Maður hefur heyrt marga kennara tala um það að þeir eyði sífellt meiri tíma í það að leiðrétta málfar í ritgerðum og fleira. Þetta hefur hins vegar ekki verið rannsakað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði og formaður starfshóps um endurskoðun málstefnu Háskóla Íslands. Starfshópurinn var skipaður í nóvember síðastliðnum og skilaði skýrslu sinni um miðjan janúar. Í skýrslunni er nefndur sá möguleiki að íslenskukunnátta nemenda sem hefja nám við skólann verði könnuð. „Þá er ekki þar með sagt að það yrði eitthvert inntökupróf, heldur frekar leiðbeinandi fyrir nemendur. Að þeir sem kæmu illa út úr því prófi fengju skilaboð um að þeir þyrftu að bæta sig.“Mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdentaStarfshópurinn telur mikilvægt að gera úttekt á íslenskukunnáttu stúdenta til að hægt sé að fá skýra mynd af stöðunni á þessu sviði og ekki þurfi að byggja á einstökum dæmum og tilfinningu kennara. Eiríkur segir það alltaf hafa verið þannig að eldra fólki finnist yngra fólkið ekki kunna málið almennilega og að það sé að fara með málið til fjandans. „Kannski er því þessi tilfinning sem margir kennarar hafa einfaldlega röng. Það skortir hins vegar rannsóknir á þessu.“Gera íslenskunni kleift að standast þrýsting enskunnarEiríkur segir svo aðra hlið vera á málinu þegar kemur að stöðu íslenskrar tungu innan skólans, en það er staða hennar gagnvart enskunni. „Eins og fram kemur í skýrslunni þá liggur fyrir að það er heilmikil kennsla á ensku í skólanum. Hún hefur aukist á síðustu árum vegna fjölgunar skiptinema og erlendra kennara, sem og aukinnar þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.“Vísir/AntonHann segir fulltrúa starfshópsins líta svo á að enskan sé mikilvæg og nauðsynleg í öllu háskólastarfi, vilji menn taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á annað borð. „Við verðum að taka því að það er talsverð kennsla sem fram fer á ensku. Sú lína sem vildum taka var því að við viljum ekki berjast á móti enskunni heldur efla íslenskuna og gera henni kleift að standast þennan þrýsting. Við leggjum þetta því upp á jákvæðum nótum en ekki neikvæðum.“Skylda kennara sem fá ótímabundna ráðningu til að kenna á íslenskuÍ skýrslunni er einnig fjallað um fjölgun erlendra kennara og það að reiknað sé með að þeim komi til með að fjölga enn frekar á komandi árum. Eiríkur bendir á að fæstir þeirra kunni íslensku þegar þeir komi til landsins og að flestir noti ensku í kennslu sinni fyrstu árin. Hann segir suma ekki ætla sér að starfa við Háskólann nema í stuttan tíma og varla við því að búast að þeir vilji leggja á sig að læra tungumál sem ekki nýtist þeim að starfstíma hér loknum. „Yfirleitt eru nýir kennarar fyrst ráðnir tímabundið til fimm ára og ef þeir standa sig geta þeir fengið ótímabundna ráðningu eftir það. Hugmyndin okkar var sú að segja að ef menn sækjast eftir ótímabundinni ráðningu eftir þessi fimm ár þá hafa þeir sýnt fram á að þeir ætli sér að vera hér áfram. Því sé eðlilegt að gera þá kröfu að þeir kenni á íslensku.“ Skýrslan er nú til umsagnar meðal annars hjá fræðasviðum og fastanefndum háskólans og Stúdentaráðs. Henni var skilað um miðjan janúar og var gefinn mánuður til umsagnar. „Nefndin mun svo koma saman og fara yfir þessar umsagnir, meta þær og hugsanlega breyta tillögum sínum. Síðan er meiningin að taka þetta fyrir á Háskólaþingi í vor og á endanum er það svo háskólaráð sem samþykkir stefnuna,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira