Hafið yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 17:07 Ólafur Ólafsson afplánar nú dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins. vísir/vilhelm Að mati endurupptökunefndar er það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem þeir Bjarnfreður Ólafsson og Eggert Hilmarsson ræða um í símtali þann 17. september 2008 sé Ólafur Ólafsson sem var einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun og afplánar nú fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Nefndin hafnaði þann 26. janúar síðastliðinn beiðni Ólafs um að taka málið upp að nýju. Símtalið er hluti af gögnum málsins en beiðni Ólafs byggði meðal annars á því að hann taldi að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á símtal þeirra Bjarnfreðs og Eggerts, þar sem Bjarnfreður vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti Al Thani-viðskiptanna. Vildi Ólafur meina að umræddur „Óli“ væri ekki hann heldur Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður, en óumdeilt er að hann veitti Bjarnfreði lögfræðiráðgjöf vegna viðskiptanna. Í úrskurði endurupptökunefndar er hluti símtalsins þann 17. september rakinn, líkt og gert er í dómi Hæstaréttar. Í símtalinu kveðst Bjarnfreður vera „búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan [...]“ og [...] hvort að það væri sko flöggun á honum sko.“ Eggert svarar því þá til að „það var næsta atriði af því hann er náttúrulega þarna inn í Eglu og allt það sko.“ Um þetta segir í úrskurði nefndarinnar: „Hvorki getur verið flöggun á Ólafi Arinbirni, né mun hann hafa verið inni í Eglu. Einnig kemur fram hjá Eggerti að „hann má ekki flagga, við viljum bara að Quatarinn flaggi og enginn annar [...]“ og síðar að „Ólafur náttúrulega á að fá part sinn í kökunni sko.“ Bersýnilegt er að þarna er ekki átt við Ólaf Arinbjörn.“ Þá telur endurupptökunefnd það ekki standast skoðun að átt sé við Ólaf Arinbjörn í símtalinu þann 17. september þar sem hann og Bjarnfreður hafi ekki rætt saman um mögulega flöggunarskyldu vegna aðkomu Ólafs Ólafssonar fyrr en eftir að Eggert og Bjarnfreður ræddu saman í síma: „Fær því ekki staðist sú röksemd endurupptökubeiðanda að í símtalinu hinn 17. september hafi Bjarnfreður rætt um Ólaf Arinbjörn sem „Óla.“ Breytir yfirlýsing Bjarnfreðs sem lög var fram fyrir endurupptökunefnd ekki þeirri niðurstöðu. Á grundvelli framangreinds er að mati endurupptökunefndar hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem Bjarnfreður kallar svo í símtalinu frá 17. september 2008 og Eggert kallar „Ólaf“ er endurupptökubeiðandi Ólafur Ólafsson.“ Tengdar fréttir Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Að mati endurupptökunefndar er það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem þeir Bjarnfreður Ólafsson og Eggert Hilmarsson ræða um í símtali þann 17. september 2008 sé Ólafur Ólafsson sem var einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun og afplánar nú fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Nefndin hafnaði þann 26. janúar síðastliðinn beiðni Ólafs um að taka málið upp að nýju. Símtalið er hluti af gögnum málsins en beiðni Ólafs byggði meðal annars á því að hann taldi að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á símtal þeirra Bjarnfreðs og Eggerts, þar sem Bjarnfreður vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti Al Thani-viðskiptanna. Vildi Ólafur meina að umræddur „Óli“ væri ekki hann heldur Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður, en óumdeilt er að hann veitti Bjarnfreði lögfræðiráðgjöf vegna viðskiptanna. Í úrskurði endurupptökunefndar er hluti símtalsins þann 17. september rakinn, líkt og gert er í dómi Hæstaréttar. Í símtalinu kveðst Bjarnfreður vera „búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan [...]“ og [...] hvort að það væri sko flöggun á honum sko.“ Eggert svarar því þá til að „það var næsta atriði af því hann er náttúrulega þarna inn í Eglu og allt það sko.“ Um þetta segir í úrskurði nefndarinnar: „Hvorki getur verið flöggun á Ólafi Arinbirni, né mun hann hafa verið inni í Eglu. Einnig kemur fram hjá Eggerti að „hann má ekki flagga, við viljum bara að Quatarinn flaggi og enginn annar [...]“ og síðar að „Ólafur náttúrulega á að fá part sinn í kökunni sko.“ Bersýnilegt er að þarna er ekki átt við Ólaf Arinbjörn.“ Þá telur endurupptökunefnd það ekki standast skoðun að átt sé við Ólaf Arinbjörn í símtalinu þann 17. september þar sem hann og Bjarnfreður hafi ekki rætt saman um mögulega flöggunarskyldu vegna aðkomu Ólafs Ólafssonar fyrr en eftir að Eggert og Bjarnfreður ræddu saman í síma: „Fær því ekki staðist sú röksemd endurupptökubeiðanda að í símtalinu hinn 17. september hafi Bjarnfreður rætt um Ólaf Arinbjörn sem „Óla.“ Breytir yfirlýsing Bjarnfreðs sem lög var fram fyrir endurupptökunefnd ekki þeirri niðurstöðu. Á grundvelli framangreinds er að mati endurupptökunefndar hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem Bjarnfreður kallar svo í símtalinu frá 17. september 2008 og Eggert kallar „Ólaf“ er endurupptökubeiðandi Ólafur Ólafsson.“
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00
Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00