Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 15:24 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins. vísir/stefán Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44