Lífið

Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ófærð skartar svakalegu leikarateymi og hér eru Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverkum sínum.
Ófærð skartar svakalegu leikarateymi og hér eru Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverkum sínum.
Fjölmargir landsmenn sátu límdir við sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar RÚV sýndi réttu útgáfuna af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærð. Boðað hafði verið að útgáfan sem fór í loftið á sunnudagskvöld hefði ekki verið sú rétta og því tækifæri til að horfa á réttu útgáfuna af þættinum kvöldið á eftir.

Athygli vakti að forsvarsmenn RÚV vildu alls ekki upplýsa í hverju munurinn á þáttunum fælist. Barst eingöngu tilkynning frá tæknisviði að röng útgáfa hefði farið í loftið á sunnudegi en sú sem sýnd yrði um kvöldið yrði sú sem erlendir sjónvarpsáhorfendur fengju að sjá.

Sjá einnig:Íslendingar halda í sér yfir ófærð

Af viðbrögðum fólks á Twitter var ljóst að fjölmargir ætluðu ekki að láta réttu útgáfuna framhjá sér fara. Ófærð hefur fengið mikið áhorf undanfarnar vikur en þó hafa útsendingar ekki gengið gallalaust fyrir sig. Þannig hafa fjölmargir sjónvarpsáhorfendur átt erfitt með að heyra nægilega vel hvað persónur segja í þáttunum en unnið hefur verið að lausn hvað það varðar. Er minnt á síðu 888 á Textavarpinu fyrir þá sem vilja hafa textann til hliðsjónar.

Eins og vill verða sló fólk á létta strengi á Twitter í gærkvöldi en fjölmargir höfðu, í gríni, spáð því að munurinn á útgáfunum væri sá að dyrnar á þyrlunni væru ekki opnar í réttu útgáfunni. Og viti menn. Sú varð raunin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.