Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 23:30 Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“ Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“
Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56