Kári og forgangsmálin Elín Hirst skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Hvaða mál eru það sem standa Íslendingum næst? Mér sýnist frábært framtak Kára Stefánssonar með undirskriftasöfnun sinni sýna og sanna að það eru heilbrigðis- og velferðarmálin sem fólkið í landinu vill að stjórnvöld leggi nú megináherslu á. Ég er reyndar ekki endilega sammála Kára um að það eigi að miða framlag til heilbrigðismála við einhverja tiltekna prósentu af vergri þjóðarframleiðslu. Vel getur verið að það þurfi jafnvel að setja meira í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins um nokkurra ára skeið til þess endurreisa það. Því skal haldið til haga að ríkisstjórnin hefur aukið framlög verulega til heilbrigðiskerfisins og velferðarmála á þessu kjörtímabili, en það er þó greinilegt að það er hávær krafa um að gert verði enn betur. Á þessar raddir kjósenda verður ríkisstjórnin að hlusta. Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn hafi góða tilfinningu fyrir því hvernig þjóðarhjartað slær hverju sinni og leggi við hlustir. Forystumenn þjóðarinnar verða því að vera í góðu sambandi við almenning í landinu og aldrei hefur það verið eins auðvelt og nú eftir að samfélagsmiðlarnir urðu eins sterkir og raun ber vitni. Ríkisstjórninni hefur tekist að leysa mörg erfið verkefni eins og skuldaleiðréttinguna, afnám fjármagnshafta og að koma á stöðugleika í efnahagslífinu þar sem nú er mikill vöxtur og ríkissjóður er rekinn réttum megin við núllið. En ríkissjóður er ekki botnlaus. Ekki viljum við skuldsetja okkur meir en nú er, þar sem 80 milljarðar fara í vexti á ári. Þetta eru algerir blóðpeningar. Mikilvægt er því að einbeita sér að því að lækka vaxtakostnaðinn með niðurgreiðslu skulda eins og fjármálaráðherra er að gera. Þá skapast augljóslega svigrúm. En einhvers staðar verður að taka þá peninga sem við viljum leggja af mörkum til heilbrigðis- og velferðarmála. Enn fremur verðum við velja. Á til að mynda að fresta jarðgangagerð, fresta kaupum á nýjum Herjólfi svo dæmi sé tekið og gera öflugra átak í að skera niður ríkisútgjöld? Það verður að vera breið sátt um það hvaðan þeir peningar eiga að koma sem þarf í endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svo ríkan vilja stórs hluta þjóðarinnar sem hefur lagt undirskriftasöfnun Kára lið verður að virða. Vinnum saman að því að finna lausnina, en vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Hvaða mál eru það sem standa Íslendingum næst? Mér sýnist frábært framtak Kára Stefánssonar með undirskriftasöfnun sinni sýna og sanna að það eru heilbrigðis- og velferðarmálin sem fólkið í landinu vill að stjórnvöld leggi nú megináherslu á. Ég er reyndar ekki endilega sammála Kára um að það eigi að miða framlag til heilbrigðismála við einhverja tiltekna prósentu af vergri þjóðarframleiðslu. Vel getur verið að það þurfi jafnvel að setja meira í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins um nokkurra ára skeið til þess endurreisa það. Því skal haldið til haga að ríkisstjórnin hefur aukið framlög verulega til heilbrigðiskerfisins og velferðarmála á þessu kjörtímabili, en það er þó greinilegt að það er hávær krafa um að gert verði enn betur. Á þessar raddir kjósenda verður ríkisstjórnin að hlusta. Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn hafi góða tilfinningu fyrir því hvernig þjóðarhjartað slær hverju sinni og leggi við hlustir. Forystumenn þjóðarinnar verða því að vera í góðu sambandi við almenning í landinu og aldrei hefur það verið eins auðvelt og nú eftir að samfélagsmiðlarnir urðu eins sterkir og raun ber vitni. Ríkisstjórninni hefur tekist að leysa mörg erfið verkefni eins og skuldaleiðréttinguna, afnám fjármagnshafta og að koma á stöðugleika í efnahagslífinu þar sem nú er mikill vöxtur og ríkissjóður er rekinn réttum megin við núllið. En ríkissjóður er ekki botnlaus. Ekki viljum við skuldsetja okkur meir en nú er, þar sem 80 milljarðar fara í vexti á ári. Þetta eru algerir blóðpeningar. Mikilvægt er því að einbeita sér að því að lækka vaxtakostnaðinn með niðurgreiðslu skulda eins og fjármálaráðherra er að gera. Þá skapast augljóslega svigrúm. En einhvers staðar verður að taka þá peninga sem við viljum leggja af mörkum til heilbrigðis- og velferðarmála. Enn fremur verðum við velja. Á til að mynda að fresta jarðgangagerð, fresta kaupum á nýjum Herjólfi svo dæmi sé tekið og gera öflugra átak í að skera niður ríkisútgjöld? Það verður að vera breið sátt um það hvaðan þeir peningar eiga að koma sem þarf í endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svo ríkan vilja stórs hluta þjóðarinnar sem hefur lagt undirskriftasöfnun Kára lið verður að virða. Vinnum saman að því að finna lausnina, en vilji er allt sem þarf.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun