Handbolti

Kemst Fjölnir í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Þorgeirsson og félagar í Fjölni geta brotið blað í sögu félagsins í kvöld.
Sveinn Þorgeirsson og félagar í Fjölni geta brotið blað í sögu félagsins í kvöld. vísir/ernir
Seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handbolta fara fram í kvöld. Þar mætast annars vegar Fjölnir og Grótta og hins vegar Stjarnan og Fram.

Í gær tryggðu Valur og Haukar sér sæti í undanúrslitunum sem fara fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 25. febrúar. Úrslitaleikurinn er svo tveimur dögum síðar á sama stað.

Fjölnir og Stjarnan leika bæði í 1. deild og svo gæti farið að það yrðu tvö lið úr næstefstu deild í undanúrslitunum.

Það er talsverður munur á bikarreynslu þessara félaga. Stjarnan hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2007. Liðið komst í úrslit fyrir þremur árum en tapaði þá fyrir ÍR, 33-24.

Fjölnir, sem er í 2. sæti 1. deildarinnar, hefur hins vegar aldrei komist í undanúrslit bikarkeppninnar, hvorki í karla- né kvennaflokki. Það verður því gaman að sjá hvort Fjölnismenn brjóti blað í sögu félagsins í kvöld og komist í Höllina.

Leikur Fjölnis og Gróttu fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst hann klukkan 19:30, á sama tíma og leikur Stjörnunnar og Fram í TM-höllinni í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×