Eins og fyrir svo til alla íþróttaviðburði vestanhafs var þjóðsöngurinn fluttur fyrir leik og steig Lady Gaga á stokk í glæsilegri rauðri dragt. Þótt flutningurinn takast einstaklega vel en hægt var að veðja á það fyrirfram hvort söngkonan myndi flytja þjóðsönginn á undir eða yfir tveimur mínútum og tuttugu sekúndum.
Sjá einnig:Sá gamli kom, sá og sigraði í Super Bowl
Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. Hafði meðal annars áhrif að lafðin söng síðustu tvö orðin í laginu, „the brave“, tvisvar.
Um var að ræða fimmtugasta úrslitaleikinn frá stofnun NFL-deildarinnar. Fór svo að gamla brýnið Payton Manning og strákarnir hans frá Denver lögðu Cam Newton og félaga í Carolina Panthers.
Flutning Lady Gaga má sjá hér að neðan.