Hundruð ferðaþjónustuaðila á risakaupstefnu í Laugardalshöll Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2016 19:45 Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira