Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 10:41 Sigurjón Þ. Árnason við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/gva „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
„Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00