Handbolti

Agnar Smári tryggði Eyjamönnum stig í fyrsta leiknum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agnar Smári Jónsson er mættur aftur út í Eyjar.
Agnar Smári Jónsson er mættur aftur út í Eyjar. Vísir/Stefán
Agnar Smári Jónsson tryggði Eyjamönnum 25-25 jafntefli á móti ÍR í fyrsta leik sínum með liðinu á tímabilinu en Agnar Smári snéri aftur til liðsins eftir að hafa verið á atvinnumennsku í Danmörku.

ÍR-ingar höfðu tapað sex heimaleikjum í röð í deildinni en Breiðhyltingar voru tveimur mörkum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta var jafnframt fyrsta stiga ÍR-liðsins síðan að liðið vann Val 26. nóvember en liðið tapaði þremur síðustu leikjum sínum fyrir EM-frí.

Theodór Sigurbjörnsson og Agnar Smári Jónsson skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og Eyjamenn náðu einu stig. Agnar Smári (10) og Theodór (8) skoruðu saman 18 af 25 mörkum Eyjaliðsins í kvöld.

Sturla Ásgeirsson var markahæstur ÍR-inga með sjö mörk en hann klikkaði á vítakasti undir lok leiksins og það reyndist ÍR-liðinu dýrkeypt.

ÍR - ÍBV 25-25 (12-10)

Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 7, Ingi Rafn Róbertsson 4, Jón Kristinn Björgvinsson 4, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Davíð Georgsson 3, Aron Örn Ægisson 3.

Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 10, Theodór Sigurbjörnsson 8, Einar Sverrisson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Magnús Stefánsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×