Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 27-22 | FH-ingar með mikilvægan sigur á botnliðinu Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 4. febrúar 2016 20:45 Karolis Stropus í baráttu við Andra Berg Haraldsson. vísir/stefán FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“ Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“
Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira