Sanngjörn krafa að fólk leggi sig fram við að tala íslensku Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 11:34 Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira