Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Starfsemi göngudeildar hefur verið takmörkuð. vísir/vilhelm Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eiga níu starfsmenn erfitt með að vera í húsnæði göngudeildar vegna myglutengdra einkenna. Í heildina hafa þó tíu til fimmtán starfsmenn á BUGL fundið fyrir einkennum síðustu misseri, mismiklum á hverjum tíma. Enginn er þó fjarverandi frá vinnu til lengri tíma þessa dagana vegna myglu „en það koma upp dagar þar sem einkenni eru svæsnari og þá er starfsmaður frá vinnu, til dæmis einn í fyrradag og tveir í gær,“ segir Anna Dagný Smith, mannauðsráðgjafi kvenna- og barnasviðs. Þeim starfsmönnum, sem ekki geta unnið vegna einkenna sem tengjast myglu, hefur verið útveguð starfsaðstaða tímabundið í öðru húsnæði Landspítala. Fréttablaðið hefur einnig rætt við starfsmann sem getur eingöngu verið í litlum hluta húsnæðisins og mætir því hvorki á starfsmannafundi eða í mötuneyti. Þessa dagana eru framkvæmdir á fullu á þeim stöðum þar sem mygla og rakaskemmdir hafa greinst, segir í svari Landspítala. Stór hluti eldra húsnæðis BUGL hefur nú þegar verið tekinn í gegn og starfsemi þar því „að mestu hnökralaus“. Á göngudeild er aftur á móti eingöngu bráðaþjónustu sinnt. Nýjum málum hefur verið frestað, hópar felldir niður og eingöngu bráðamálum sinnt þar til ráðin verður bót á húsnæðisvandanum. Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Sjá meira
Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eiga níu starfsmenn erfitt með að vera í húsnæði göngudeildar vegna myglutengdra einkenna. Í heildina hafa þó tíu til fimmtán starfsmenn á BUGL fundið fyrir einkennum síðustu misseri, mismiklum á hverjum tíma. Enginn er þó fjarverandi frá vinnu til lengri tíma þessa dagana vegna myglu „en það koma upp dagar þar sem einkenni eru svæsnari og þá er starfsmaður frá vinnu, til dæmis einn í fyrradag og tveir í gær,“ segir Anna Dagný Smith, mannauðsráðgjafi kvenna- og barnasviðs. Þeim starfsmönnum, sem ekki geta unnið vegna einkenna sem tengjast myglu, hefur verið útveguð starfsaðstaða tímabundið í öðru húsnæði Landspítala. Fréttablaðið hefur einnig rætt við starfsmann sem getur eingöngu verið í litlum hluta húsnæðisins og mætir því hvorki á starfsmannafundi eða í mötuneyti. Þessa dagana eru framkvæmdir á fullu á þeim stöðum þar sem mygla og rakaskemmdir hafa greinst, segir í svari Landspítala. Stór hluti eldra húsnæðis BUGL hefur nú þegar verið tekinn í gegn og starfsemi þar því „að mestu hnökralaus“. Á göngudeild er aftur á móti eingöngu bráðaþjónustu sinnt. Nýjum málum hefur verið frestað, hópar felldir niður og eingöngu bráðamálum sinnt þar til ráðin verður bót á húsnæðisvandanum.
Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Sjá meira