Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2016 14:58 Á Hótel Frón er tekið á móti Noel sem kóngur sé, hann fær fría gistingu á svítu, einkabílastæði og frían kvöldverð í boði hótelsins. Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“ Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54