Icelandair hefur áætlunarflug til Orly flugvallar í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 13:56 Icelandair hefur boðið upp á flug til og frá París um Charles De Gaulle flugvöllinn, en mun nú bjóða upp á flug á báða vellina. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Orly flugvallarins í París og verður fyrsta flugið 28. mars eða eftir tæpa tvo mánuði. „Orly flugvöllurinn er mjög eftirsóttur af flugfélögum og langur biðlisti eftir því að komast þar að. Þaðan eru mjög góðar tengingar innan Frakklands og til nágrannalanda í Suður-Evrópu, en lítið framboð af flugi til Norður-Ameríku. Orly býður því upp á spennandi tækifæri fyrir okkur og er kærkomin viðbót í leiðakerfi Icelandair,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu til fjölmiðla. Orly verður 27. áfangastaður Icelandair í Evrópu, auk þess sem félagið flýgur til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku. Orly er fjórði nýi áfangastaðurinn á þessu ári, en Icelandair mun hefja flug til Aberdeen, Chicago og Montreal í vor. Icelandair mun í sumar bjóða upp á 23 flug í viku til Parísar í sumar, 17 flug (2-3 á dag) til Charles De Gaulle og allt að 6 sinnum á viku til Orly. „Það er líka ánægjulegt að geta boðið upp á aukið framboð til Frakklands nú þegar áhuginn á EM í fótbolta fer stöðugt vaxandi,“ segir Birkir. Á þessu ári eru 40 ár frá því Icelandair hóf flug til Parísar. Lengi framan af var einmitt flogið á Orly flugvöllinn sem var aðal flugvöllur Frakklands áður en Charles De Gaulle var byggður á áttunda áratug síðustu aldar. Tæplega 30 milljón farþegar fara um Orly árlega og er völlurinn sá 13 stærsti í Evrópu. Hann er í suðurhluta borgarinnar, þykir þægilegur fyrir viðskiptavini og tengist mjög vel innlandssamgöngum í Frakklandi að því er segir í tilkynningunni frá Icelandair. Auk flugsins til Orly mun Icelandair auka tíðni á nokkra aðra áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins og mun bæta við einni Boeing 757 farþegaþotu í sumar og verður með 25 vélar af Boeing 757 gerð og 2 Boeing 767 breiðþotur í flugflotanum. Fréttir af flugi Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Orly flugvallarins í París og verður fyrsta flugið 28. mars eða eftir tæpa tvo mánuði. „Orly flugvöllurinn er mjög eftirsóttur af flugfélögum og langur biðlisti eftir því að komast þar að. Þaðan eru mjög góðar tengingar innan Frakklands og til nágrannalanda í Suður-Evrópu, en lítið framboð af flugi til Norður-Ameríku. Orly býður því upp á spennandi tækifæri fyrir okkur og er kærkomin viðbót í leiðakerfi Icelandair,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu til fjölmiðla. Orly verður 27. áfangastaður Icelandair í Evrópu, auk þess sem félagið flýgur til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku. Orly er fjórði nýi áfangastaðurinn á þessu ári, en Icelandair mun hefja flug til Aberdeen, Chicago og Montreal í vor. Icelandair mun í sumar bjóða upp á 23 flug í viku til Parísar í sumar, 17 flug (2-3 á dag) til Charles De Gaulle og allt að 6 sinnum á viku til Orly. „Það er líka ánægjulegt að geta boðið upp á aukið framboð til Frakklands nú þegar áhuginn á EM í fótbolta fer stöðugt vaxandi,“ segir Birkir. Á þessu ári eru 40 ár frá því Icelandair hóf flug til Parísar. Lengi framan af var einmitt flogið á Orly flugvöllinn sem var aðal flugvöllur Frakklands áður en Charles De Gaulle var byggður á áttunda áratug síðustu aldar. Tæplega 30 milljón farþegar fara um Orly árlega og er völlurinn sá 13 stærsti í Evrópu. Hann er í suðurhluta borgarinnar, þykir þægilegur fyrir viðskiptavini og tengist mjög vel innlandssamgöngum í Frakklandi að því er segir í tilkynningunni frá Icelandair. Auk flugsins til Orly mun Icelandair auka tíðni á nokkra aðra áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins og mun bæta við einni Boeing 757 farþegaþotu í sumar og verður með 25 vélar af Boeing 757 gerð og 2 Boeing 767 breiðþotur í flugflotanum.
Fréttir af flugi Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira