„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 10:33 Árni Johnsen hefur verið ötull talsmaður þess að göng verði grafin til Vestmannaeyja. Nú vill hann styttri og minni göng til að endurheimta "stórkostlegt útivistarsvæði“. Vísir/GVA Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“ Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira