Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 08:00 Jackson Martínez entist aðeins hálfa leiktíð í Madríd. vísir/getty Kólumbíski framherjinn Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans þegar meistararnir í Guangzhou Evergrande keyptu hann frá Atlético Madrid fyrir 42 milljónir evra eða því sem nemur sex milljörðum íslenskra króna. Það að kínverskt lið borgi svo mikið fyrir leikmann kemur ekkert á óvart þar sem miklir peningar eru í fótboltanum þar í landi þessi misserin og verið er að lokka stórstjörnur þangað til að spila. Brasilíumaðurinn Ramires var t.a.m. seldur frá Chelsea til Íslendingaliðsins Jiangsu Suning í janúar fyrir 33 milljónir evra eða tæpa 4,7 milljarða íslenskra króna. Það sem kemur á óvart í þessu er að Jackson Martínez kom til Atlético Madrid bara síðasta sumar, en mikið var látið með þennan öfluga Kólumbíumann í Portúgal þar sem hann sló í gegn með Porto og skoraði 92 mörk í 132 leikjum í öllum keppnum á þremur árum. Martínez náði sér aldrei á strik fyrir Atlético Madrid sem borgaði 35 milljónir evra fyrir hann eða fimm milljarða íslenskra króna. Hann skoraði aðeins þrjú mörk í 22 leikjum í öllum keppnum. Þrátt fyrir að vera ekki allra stærsta nafnið í bransanum var Jackson Martínez keyptur fyrir samtals 77 milljónir evra eða ellefu milljarða íslenskra króna með 202 daga millibili, en félagaskipti hans til Atlético voru staðfest 15. júlí síðasta sumar. Sala hans frá Porto til Atlético gerði Kólumbíumanninn að 38. dýrasta leikmanni allra tíma, en hann kostaði meira en Karim Benzema frá Lyon til Real Madrid, Diego Costa frá Atlético til Chelsea og Luka Modrid frá Tottenham til Real Madrid. Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari er þjálfari Guangzhou Evergrande sem unnið hefur kínversku úrvalsdeildina undanfarin fimm ár. Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Kólumbíski framherjinn Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans þegar meistararnir í Guangzhou Evergrande keyptu hann frá Atlético Madrid fyrir 42 milljónir evra eða því sem nemur sex milljörðum íslenskra króna. Það að kínverskt lið borgi svo mikið fyrir leikmann kemur ekkert á óvart þar sem miklir peningar eru í fótboltanum þar í landi þessi misserin og verið er að lokka stórstjörnur þangað til að spila. Brasilíumaðurinn Ramires var t.a.m. seldur frá Chelsea til Íslendingaliðsins Jiangsu Suning í janúar fyrir 33 milljónir evra eða tæpa 4,7 milljarða íslenskra króna. Það sem kemur á óvart í þessu er að Jackson Martínez kom til Atlético Madrid bara síðasta sumar, en mikið var látið með þennan öfluga Kólumbíumann í Portúgal þar sem hann sló í gegn með Porto og skoraði 92 mörk í 132 leikjum í öllum keppnum á þremur árum. Martínez náði sér aldrei á strik fyrir Atlético Madrid sem borgaði 35 milljónir evra fyrir hann eða fimm milljarða íslenskra króna. Hann skoraði aðeins þrjú mörk í 22 leikjum í öllum keppnum. Þrátt fyrir að vera ekki allra stærsta nafnið í bransanum var Jackson Martínez keyptur fyrir samtals 77 milljónir evra eða ellefu milljarða íslenskra króna með 202 daga millibili, en félagaskipti hans til Atlético voru staðfest 15. júlí síðasta sumar. Sala hans frá Porto til Atlético gerði Kólumbíumanninn að 38. dýrasta leikmanni allra tíma, en hann kostaði meira en Karim Benzema frá Lyon til Real Madrid, Diego Costa frá Atlético til Chelsea og Luka Modrid frá Tottenham til Real Madrid. Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari er þjálfari Guangzhou Evergrande sem unnið hefur kínversku úrvalsdeildina undanfarin fimm ár.
Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira