Innflutningur á ferskum kjötvörum auki hættu á sýklalyfjaónæmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 20:15 Karl Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. Í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær kemur fram að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands standist ekki ákvæði EES samningsins. Á Íslandi þarf erlent kjöt að hafi verið fryst í þrjátíu daga áður en það er selt. Það gæti breyst á næstunni. „Ég hef áhyggjur af því. Einkum vegna þess að það mun væntanlega auka líkurnar á því að sýklaónæmi berist til landsins. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag,“ segir Karl. Hann segir að ónæmið geti vissulega smitast með mönnum og fersku grænmeti en með innflutningi kjöts aukist líkurnar töluvert. „Það eykur ógnina. Ógnin er vissulega til staðar nú þegar, meðal annars með innflutningi á grænmeti frá útlöndum, en áhættan er náttúrlega mismikil eftir því hvaðan þessi matvæli koma,“ segir hann. Karl telur að það ætti ekki að leyfa innflutning á hráu kjöti þar sem hér sé ekki skimað sérstaklega fyrir fjölónæmum bakteríum eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. „Út frá lýðheilsusjónarmiði ætti ekki að gera það en ég veit að það þarf að taka inn fleiri sjónarmið en það og óraunhæft að gera ráð fyrir því. Hins vegar ef það er óheftur innflutningur þá eigum við að gera eitthvað um leið til þess að hindra og varna því að við fáum mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum til landsins. Sem eru jafnvel ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum,“ segir Karl Kristinsson. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Karl Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. Í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær kemur fram að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands standist ekki ákvæði EES samningsins. Á Íslandi þarf erlent kjöt að hafi verið fryst í þrjátíu daga áður en það er selt. Það gæti breyst á næstunni. „Ég hef áhyggjur af því. Einkum vegna þess að það mun væntanlega auka líkurnar á því að sýklaónæmi berist til landsins. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag,“ segir Karl. Hann segir að ónæmið geti vissulega smitast með mönnum og fersku grænmeti en með innflutningi kjöts aukist líkurnar töluvert. „Það eykur ógnina. Ógnin er vissulega til staðar nú þegar, meðal annars með innflutningi á grænmeti frá útlöndum, en áhættan er náttúrlega mismikil eftir því hvaðan þessi matvæli koma,“ segir hann. Karl telur að það ætti ekki að leyfa innflutning á hráu kjöti þar sem hér sé ekki skimað sérstaklega fyrir fjölónæmum bakteríum eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. „Út frá lýðheilsusjónarmiði ætti ekki að gera það en ég veit að það þarf að taka inn fleiri sjónarmið en það og óraunhæft að gera ráð fyrir því. Hins vegar ef það er óheftur innflutningur þá eigum við að gera eitthvað um leið til þess að hindra og varna því að við fáum mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum til landsins. Sem eru jafnvel ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum,“ segir Karl Kristinsson.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira