Viðskipti innlent

Benedikt nýr fjármálastjóri Skeljungs

Sæunn Gísladóttir skrifar
Benedikt Ólafsson starfaði áður sem forstöðumaður teymis sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.
Benedikt Ólafsson starfaði áður sem forstöðumaður teymis sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.
Skeljungur hefur ráðið Benedikt Ólafsson sem framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Benedikt Ólafsson starfaði áður sem forstöðumaður teymis sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni og var sjóðstjóri framtakssjóðanna SÍA I og SÍA II.  Benedikt hefur starfað hjá Stefni og Arion banka frá árinu 2004. Áður var hann í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og hefur einnig unnið við stýringu erlendra framtakssjóða. Þá hefur Benedikt setið í stjórnum og varastjórnum ýmissa félaga þ.m.t. í Skeljungi, Jarðborunum, Sjóklæðagerðinni og Kynnisferðum.

Benedikt er með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×