Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:40 Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson á Kvíabryggju. vísir/þorbjörn þórðarson Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. Frestur Páls til að svara bréfi umboðsmanns rennur út í dag en í samtali við Vísi kvaðst Páll ekki getað tjáð sig um efni svara sinna og bar við trúnaði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að þeim sem báru fram kvörtunina verði nú gefinn kostur á að gera athugasemdir. Aðspurður hvort bréf fangelsismálastjóra verði birt opinberlega segir Tryggvi að á meðan mál séu til umfjöllunar hjá umboðsmanni í tilefni af kvörtunum þá séu gögn tengd þeim ekki birt. Tryggvi segir að stefnt sé að því að ljúka afgreiðslu málsins eins fljótt og kostur er.Kvörtuðu yfir komu Michael Moore í fangelsið og ummælum Páls í fjölmiðlum Kvörtun þremenninganna, sem allir afplána dóma vegna Al Thani-málsins, snerist í grunninn um fjögur atriði: ummæli Páls Winkel í fjölmiðlum um séróskir ónafngreindra fanga og að þeir hafi fengið almannatengslaskrifstofu til að eiga samskipti við fangelsismálayfirvöld, leyfi sem kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore mun hafa fengið til að mynda og taka viðtöl á Kvíabryggju, tilteknum ummælum í Föstudagsviðtalinu um tilraunir til að múta starfsmönnum fangelsismálastofnunar og að lokum upplýsingum um reiðnámskeið sem aldrei varð.Sjá einnig: Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrírPáll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóÍ bréfi sínu til Páls óskaði umboðsmaður meðal annars eftir því að Páll útskýrði hvað hann átti við í samtali við mbl.is þann 10. október síðastliðinn þegar hann sagði: „Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“ Daginn eftir staðfesti fangelsismálastofnun að engin ósk um rauðvínsneyslu hafi borist embættinu frá fanga sem sæti í fangelsi á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota frá árinu 2008.Spyr ítarlega út í reiðnámskeiðið sem aldrei var haldið Þá vill umboðsmaður einnig vita hvort Michael Moore eða tökulið á hans vegum hafi fengið leyfi stofnunarinnar til að taka upp í fangelsinu og ræða við fanga um þremenningana sem kvörtuðu. Ef slíkt leyfi hafi verið veitt vill umboðsmaður vita hvernig það samrýmist reglugerðum og stjórnarskrárbundnum rétti fanga til friðhelgi einkalífs. Umboðsmaður vill líka fá að vita hvernig föngum sem voru á Kvíabryggju þegar kvikmyndatökuliðið kom á staðin var kynnt kom þeirra og heimildir til athafna í fangelsinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um reiðnámskeiðið sem stöðvað var á síðustu stundu, samkvæmt Páli sjálfum. Með kvörtun þremenninganna til umboðsmanns fylgdi afrit af tölvupóstsamskiptum Ólafs við forstöðumann Kvíabryggjufangelsisins. Af þeim verður ekki annað ráðið en að Ólafur hafi verið í sambandi við hann frá því í júní um málið. Umboðsmaður vitnar í tölvupóst frá forstöðumanninum til Ólafs 2. nóvember síðastliðinn þar sem segir að fangelsismálastofnun hafi gefið leyfi fyrir námskeiðinu með tilteknum skilyrðum. Umboðsmaður vill afrit af öllum gögnum stofnunarinnar og fangelsisins sem tengjast þessari reiðnámskeiðsbeiðni fanganna. Þá vill hann líka vita hvort föngunum hafi verið veitt leyfi fyrir námskeiðinu og ef svo er, hvernig ummæli Páls um að það hafi verið stoppað af á síðustu stundu samræmist því. Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05 Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. Frestur Páls til að svara bréfi umboðsmanns rennur út í dag en í samtali við Vísi kvaðst Páll ekki getað tjáð sig um efni svara sinna og bar við trúnaði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að þeim sem báru fram kvörtunina verði nú gefinn kostur á að gera athugasemdir. Aðspurður hvort bréf fangelsismálastjóra verði birt opinberlega segir Tryggvi að á meðan mál séu til umfjöllunar hjá umboðsmanni í tilefni af kvörtunum þá séu gögn tengd þeim ekki birt. Tryggvi segir að stefnt sé að því að ljúka afgreiðslu málsins eins fljótt og kostur er.Kvörtuðu yfir komu Michael Moore í fangelsið og ummælum Páls í fjölmiðlum Kvörtun þremenninganna, sem allir afplána dóma vegna Al Thani-málsins, snerist í grunninn um fjögur atriði: ummæli Páls Winkel í fjölmiðlum um séróskir ónafngreindra fanga og að þeir hafi fengið almannatengslaskrifstofu til að eiga samskipti við fangelsismálayfirvöld, leyfi sem kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore mun hafa fengið til að mynda og taka viðtöl á Kvíabryggju, tilteknum ummælum í Föstudagsviðtalinu um tilraunir til að múta starfsmönnum fangelsismálastofnunar og að lokum upplýsingum um reiðnámskeið sem aldrei varð.Sjá einnig: Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrírPáll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóÍ bréfi sínu til Páls óskaði umboðsmaður meðal annars eftir því að Páll útskýrði hvað hann átti við í samtali við mbl.is þann 10. október síðastliðinn þegar hann sagði: „Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni. Því er að sjálfsögðu neitað.“ Daginn eftir staðfesti fangelsismálastofnun að engin ósk um rauðvínsneyslu hafi borist embættinu frá fanga sem sæti í fangelsi á Kvíabryggju vegna efnahagsbrota frá árinu 2008.Spyr ítarlega út í reiðnámskeiðið sem aldrei var haldið Þá vill umboðsmaður einnig vita hvort Michael Moore eða tökulið á hans vegum hafi fengið leyfi stofnunarinnar til að taka upp í fangelsinu og ræða við fanga um þremenningana sem kvörtuðu. Ef slíkt leyfi hafi verið veitt vill umboðsmaður vita hvernig það samrýmist reglugerðum og stjórnarskrárbundnum rétti fanga til friðhelgi einkalífs. Umboðsmaður vill líka fá að vita hvernig föngum sem voru á Kvíabryggju þegar kvikmyndatökuliðið kom á staðin var kynnt kom þeirra og heimildir til athafna í fangelsinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um reiðnámskeiðið sem stöðvað var á síðustu stundu, samkvæmt Páli sjálfum. Með kvörtun þremenninganna til umboðsmanns fylgdi afrit af tölvupóstsamskiptum Ólafs við forstöðumann Kvíabryggjufangelsisins. Af þeim verður ekki annað ráðið en að Ólafur hafi verið í sambandi við hann frá því í júní um málið. Umboðsmaður vitnar í tölvupóst frá forstöðumanninum til Ólafs 2. nóvember síðastliðinn þar sem segir að fangelsismálastofnun hafi gefið leyfi fyrir námskeiðinu með tilteknum skilyrðum. Umboðsmaður vill afrit af öllum gögnum stofnunarinnar og fangelsisins sem tengjast þessari reiðnámskeiðsbeiðni fanganna. Þá vill hann líka vita hvort föngunum hafi verið veitt leyfi fyrir námskeiðinu og ef svo er, hvernig ummæli Páls um að það hafi verið stoppað af á síðustu stundu samræmist því.
Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05 Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34
Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00
Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans. 10. nóvember 2015 12:05
Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju LbhÍ vildi standa að reiðnámskeiði fyrir fanga sem kostar 538.000 á mann auk kostnaðar vegna hesta og búnaðs. 10. nóvember 2015 09:55