Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 19:39 Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um breytingar á stjórnarskránni í lok nóvember eða byrjun desember ef Alþingi nær að afgreiða tillögur stjórnarskrárnefndar fyrir þinglok í vor. Stjórnarskrárnefnd birti drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga á vefnum stjornarskra.is í kvöld. Ekki náðist samkomulag um ákvæði um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd árið 2013, eftir miklar deilur um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað frá sér tillögum til umsagnar fram til 8. mars en eftir það mun nefndin skila lokatillögum sínum. Það var eins og grágæsin, en eins og flestir vita eru elstu lög Íslands kölluð Grágás, fyndi á sér að breytingar væru í vændum á grunnlögum landsins þar sem hún vappaði fyrir utan stjórnaráðið í dag. Stjórnarskrárnefnd kom saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á tillögur sínar en þær verða til umsagnar næstu tæpu þrjár vikurnar.Meginefni frumvarpanna Drögin voru kynnt á vefnum stjórnarskra.is í kvöld. „Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar; þá er mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í öðru lagi er lagt til ákvæði um umhverfi og náttúru. Þar verði mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Í þriðja lagi er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Frestur til að bera fram kröfu verði 4 vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi 6 vikum og í síðasta lagi 4 mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.En samkvæmt núgildandi stjórnarskrá yrði að rjúfa þing um leið og Alþingi samþykkti breytingar á stjórnarskránni og boða til kosninga. Breytingarnar tækju síðan ekki gildi fyrr en nýtt þing hefði staðfest þær. Í lok síðasta kjörtímabils var hins vegar samþykkt bráðabirgðaákvæði sem gerir það kleift að breyta stjórnarskránni á þessu kjörtímabili án þessa að þing verði rofið. Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, segir nú tímabært að kynna stöðu vinnu stjórnarskrárnefndarinnar. Hann segir nefndina svo fara yfir þær umsagnir og athugasemdir sem berast og ganga frá lokatillögum til forsætisráðherra. „Síðan er það hinna pólitísku leiðtoga að ráða ráðum sínum hvort þeir vilji standa saman að flutningi frumvarpanna aá Alþingi.“Ef Alþingi nær að afgreiða þetta í vor, hvenær gætu Íslendingar þá í fyrsta lagi greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá?„Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í stjórnarskrá má halda slíka atkvæðagreiðslu á tímabilinu sex til níu mánuðum eftir samþykkt Alþingis. Það gæti því verið í lok árs, ef þetta gengi eftir.“Nánar má kynna sér drögin hér. Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram um breytingar á stjórnarskránni í lok nóvember eða byrjun desember ef Alþingi nær að afgreiða tillögur stjórnarskrárnefndar fyrir þinglok í vor. Stjórnarskrárnefnd birti drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga á vefnum stjornarskra.is í kvöld. Ekki náðist samkomulag um ákvæði um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd árið 2013, eftir miklar deilur um stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað frá sér tillögum til umsagnar fram til 8. mars en eftir það mun nefndin skila lokatillögum sínum. Það var eins og grágæsin, en eins og flestir vita eru elstu lög Íslands kölluð Grágás, fyndi á sér að breytingar væru í vændum á grunnlögum landsins þar sem hún vappaði fyrir utan stjórnaráðið í dag. Stjórnarskrárnefnd kom saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á tillögur sínar en þær verða til umsagnar næstu tæpu þrjár vikurnar.Meginefni frumvarpanna Drögin voru kynnt á vefnum stjórnarskra.is í kvöld. „Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar; þá er mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í öðru lagi er lagt til ákvæði um umhverfi og náttúru. Þar verði mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Í þriðja lagi er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Frestur til að bera fram kröfu verði 4 vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi 6 vikum og í síðasta lagi 4 mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.En samkvæmt núgildandi stjórnarskrá yrði að rjúfa þing um leið og Alþingi samþykkti breytingar á stjórnarskránni og boða til kosninga. Breytingarnar tækju síðan ekki gildi fyrr en nýtt þing hefði staðfest þær. Í lok síðasta kjörtímabils var hins vegar samþykkt bráðabirgðaákvæði sem gerir það kleift að breyta stjórnarskránni á þessu kjörtímabili án þessa að þing verði rofið. Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, segir nú tímabært að kynna stöðu vinnu stjórnarskrárnefndarinnar. Hann segir nefndina svo fara yfir þær umsagnir og athugasemdir sem berast og ganga frá lokatillögum til forsætisráðherra. „Síðan er það hinna pólitísku leiðtoga að ráða ráðum sínum hvort þeir vilji standa saman að flutningi frumvarpanna aá Alþingi.“Ef Alþingi nær að afgreiða þetta í vor, hvenær gætu Íslendingar þá í fyrsta lagi greitt atkvæði um nýja stjórnarskrá?„Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum í stjórnarskrá má halda slíka atkvæðagreiðslu á tímabilinu sex til níu mánuðum eftir samþykkt Alþingis. Það gæti því verið í lok árs, ef þetta gengi eftir.“Nánar má kynna sér drögin hér.
Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10
Stjórnarskrártillögurnar verða ekki tilbúnar áður en þingið kemur saman Tillögur fulltrúa meirihlutans ekki komnar fram. 18. janúar 2016 10:13
Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30