Reiðarslag fyrir lítið samfélag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 20:00 Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal var í dag úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Sveitarstjórnarmaður í Vík segir málið reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. Maðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í gær. Auk lögreglunnar á Suðurlandi komu sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglan á Suðurnesjum og mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að aðgerðinni. Þá fékk lögreglan aðstoð frá skattrannsóknarstjóra og Vinnumálastofnun vegna málsins. Síðdegis í dag var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars. „Ástæðan fyrir þessum viðbúnaði var að við þurftum að fara á þrjá staði samtímis í húsleit. Aðgerðin gekk mjög vel enda vel skipulögð. Eins og ég segi leituðum við til manna sem að þekkja til og nú er framundan að vinna úr þeim gögnum sem við erum með og rannsóknin mun halda áfram. Hún er á mjög viðkvæmu stigi,“segir Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurlandi.Konurnar sem að frelsaðar voru, hafa þær fengið viðeigandi hjálp? „Við vissulega munum veita þeim þá aðstoð sem þær þurfa. Þær munu fá réttargæslumann. Að öðru leiti get ég ekki tjáð mig um það,“ segir Þorgrímur.Bæjarbúar í miklu áfalli Bæjarbúar í Vík eru í miklu áfalli vegna málsins en enginn nágranna fólksins sem fréttastofa ræddi við kannaðist við að hafa séð konurnar. „Við getum sagt að þetta sé algjört reiðarslag fyrir okkur. Við erum harmi slegin yfir að svona lagað geti þrifist hérna. Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti, þetta virtist hafa verið svo vel falið. Svo þetta kom okkur verulega á óvart. Það vissi enginn af tilvist þeirra,“ segir Tryggvi Ástþórsson sveitarstjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Alla jafna er ferðamönnum boðið upp á ókeypis skoðunarferðir um verksmiðju Icewear í Vík. Fréttastofu var þó neitað um að taka myndir af saumastofunni í dag.Stýrði saumafyrirtækinu Vonta International Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem hefur verið undirverktaki Icewear og starfað í húsakynnum þeirra. Icewear, sem keypti Víkurprjón árið 2012, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í dag um að fyrirtækið hefði rift samningnum við Vonta International en vildu ekki tjá sig um málið að öðru leiti. Þá var fréttastofu neitað um að taka myndir af verksmiðju Icewear í Vík þrátt fyrir að boðið væri upp á ókeypis skoðunarferðir um hana fyrir ferðamenn. Samkvæmt heimildum fréttastofu unnu konurnar við að ganga frá flíkum sem saumaðar voru af starfsfólki Vonta í húsakynnum Icewear.Lögregla hafði áður haft afskipti af Vonta International Lögreglan hafði áður haft afskipti af starfsemi Vonta International. Skömmu fyrir áramót fór lögreglan að beiðni Verkalýðsfélags Suðurlands á saumastofuna vegna ábendinga um að maðurinn væri með fólk í vinnu sem hefði ekki tilskilin leyfi. Már Guðnason, formaður verkalýðshreyfingar Suðurlands, segir málið litið grafalvarlegum augum. „Þetta er í annað skipti sem þetta kemur upp þarna hjá þessum aðilum þannig við munum fylgja þessu máli eftir af fullum þunga eins og okkur er unt,“ segir Már. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal var í dag úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Sveitarstjórnarmaður í Vík segir málið reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. Maðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í gær. Auk lögreglunnar á Suðurlandi komu sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglan á Suðurnesjum og mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að aðgerðinni. Þá fékk lögreglan aðstoð frá skattrannsóknarstjóra og Vinnumálastofnun vegna málsins. Síðdegis í dag var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars. „Ástæðan fyrir þessum viðbúnaði var að við þurftum að fara á þrjá staði samtímis í húsleit. Aðgerðin gekk mjög vel enda vel skipulögð. Eins og ég segi leituðum við til manna sem að þekkja til og nú er framundan að vinna úr þeim gögnum sem við erum með og rannsóknin mun halda áfram. Hún er á mjög viðkvæmu stigi,“segir Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurlandi.Konurnar sem að frelsaðar voru, hafa þær fengið viðeigandi hjálp? „Við vissulega munum veita þeim þá aðstoð sem þær þurfa. Þær munu fá réttargæslumann. Að öðru leiti get ég ekki tjáð mig um það,“ segir Þorgrímur.Bæjarbúar í miklu áfalli Bæjarbúar í Vík eru í miklu áfalli vegna málsins en enginn nágranna fólksins sem fréttastofa ræddi við kannaðist við að hafa séð konurnar. „Við getum sagt að þetta sé algjört reiðarslag fyrir okkur. Við erum harmi slegin yfir að svona lagað geti þrifist hérna. Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti, þetta virtist hafa verið svo vel falið. Svo þetta kom okkur verulega á óvart. Það vissi enginn af tilvist þeirra,“ segir Tryggvi Ástþórsson sveitarstjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Alla jafna er ferðamönnum boðið upp á ókeypis skoðunarferðir um verksmiðju Icewear í Vík. Fréttastofu var þó neitað um að taka myndir af saumastofunni í dag.Stýrði saumafyrirtækinu Vonta International Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem hefur verið undirverktaki Icewear og starfað í húsakynnum þeirra. Icewear, sem keypti Víkurprjón árið 2012, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í dag um að fyrirtækið hefði rift samningnum við Vonta International en vildu ekki tjá sig um málið að öðru leiti. Þá var fréttastofu neitað um að taka myndir af verksmiðju Icewear í Vík þrátt fyrir að boðið væri upp á ókeypis skoðunarferðir um hana fyrir ferðamenn. Samkvæmt heimildum fréttastofu unnu konurnar við að ganga frá flíkum sem saumaðar voru af starfsfólki Vonta í húsakynnum Icewear.Lögregla hafði áður haft afskipti af Vonta International Lögreglan hafði áður haft afskipti af starfsemi Vonta International. Skömmu fyrir áramót fór lögreglan að beiðni Verkalýðsfélags Suðurlands á saumastofuna vegna ábendinga um að maðurinn væri með fólk í vinnu sem hefði ekki tilskilin leyfi. Már Guðnason, formaður verkalýðshreyfingar Suðurlands, segir málið litið grafalvarlegum augum. „Þetta er í annað skipti sem þetta kemur upp þarna hjá þessum aðilum þannig við munum fylgja þessu máli eftir af fullum þunga eins og okkur er unt,“ segir Már.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50