Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 12:32 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira