Bíó og sjónvarp

Jacki­e Chan væntan­legur hingað til lands til að taka upp fjár­sjóðs­leitar­mynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Jackie Chan
Jackie Chan Vísir
Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.

Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli.

Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli.

Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.

Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.

Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.
Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum.

Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai.

Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag.

Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.