Helgi Hjörvar boðar breytingar og ætlar sjálfur í formanninn Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. febrúar 2016 07:00 „Við þurfum að gera breytingar í Samfylkingunni. Ég hef ákveðið að nota þetta tækifæri og gefa kost á mér í formannsframboð,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Á dögunum var samþykkt að flýta landsfundi flokksins og verður kosið um nýjan formann. „Og ég hvet alla sem telja sig hafa erindi að gera slíkt hið sama.“ Fylgi Samfylkingarinnar hefur hríðlækkað og mælist nú samkvæmt skoðanakönnunum í kringum tíu prósent. Ljóst er að vandi flokksins er mikill. „Það eru náttúrulega engar fréttir að Samfylkingin sé í slæmri stöðu, það hefur verið lítið talað um annað. Það eru að opnast tækifæri núna. Flokksmenn eru að fara fram á landsfund í vor og formannskosningar. Þá gefst tækifæri til að endurskoða stefnu okkar og starfshætti. Ég er nú svo gamaldags að ég held að kjósendur kjósi ekki út á taktík, eða hver er flottastur í sjónvarpinu, heldur taki fólk afstöðu til þeirrar stefnu sem menn hafa fram að færa og síðan hvort því líki aðferðir sem fólk notar til að stunda pólitík. Ég held að niðurstaðan sé sú að fólki líkar hvorugt. Við verðum að hlusta á það. Gera breytingar og það í samstarfi við aðra flokka.“Allt ómögulegt án evruHvaða breytingar?„Við höfum verið að segja að allt sé ómögulegt og verði ómögulegt á meðan við höfum íslensku krónuna. Það verði allir bara að bíða eftir evrunni. En hún er ekkert að koma í náinni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við áttum möguleika á hraðri inngöngu í ESB, strax eftir hrun. Núna verður jafnaðarmannaflokkur sem ætlar að hafa pólitík fyrir ungt fólk, fólk með meðaltekjur og lægri tekjur, að reyna að skapa bærileg vaxtakjör og bærilegan fjármálamarkað. Það sker mest í augun þegar við berum saman lífskjör hér og í nágrannalöndum. Við verðum að segja fákeppninni á bankamarkaði, spillingu, stríð á hendur. Kalla eftir róttækum skipulagsbreytingum, eins og að skilja á milli fjárfestinga- og viðskiptabanka. Við þurfum að draga úr kostnaði við bankana, setja skorður við hvað má innheimta af fólki í þjónustugjöld. Taka upp verðtryggingarmálin og ég gæti haldið áfram. Taka afstöðu með fólkinu gegn fjármálafyrirtækjunum.“ Helgi segir vandamál Samfylkingarinnar ekki séríslensk. „Kreppa Samfylkingar hér er samt dýpri en jafnaðarmannaflokka annars staðar en er alls staðar af sömu rótum runnin. Fólk hefur orðið fyrir vonbrigðum með að við sem erum fulltrúar almennings höfum ekki talað harðar fyrir fólkið gegn fjármálaöflunum. Fjármálaöflin ráði og pólitíkusar séu í þessu fyrir sjálfa sig. Svo séu þeir í baktjaldamakki sín í milli sem ekkert kemur út úr fyrir almenning. Þarna þurfum við að stíga fram, alveg skýr, og keyra einbeitta og afdráttarlausa pólitík um að þessu viljum við breyta.“ Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sendi bréf til samflokksmanna sinna á dögunum, þar sem hann fór yfir mistök flokksins undanfarin ár. Eruð þið Árni þá ekki sammála í megindráttum?„Þetta eru engin ný sannindi. Eins og ég segi er jafnaðarmannakreppa út um allan heim, ekki bara jafnaðarmannaflokka, heldur stjórnmálaflokka bæði hægra og vinstra megin. Fólk sem er annars staðar í pólitík hefur sömu upplifun af sínum flokkum. Að þeir megi sín lítils gagnvart fjármálakerfinu. Og hefur líka yfirgefið þá víða og gengið til liðs við alls konar nýja popúlistaflokka, og suma dapurlega,“ segir hann.Þurfum að læra af Pírötum „Það er verið að kalla eftir öðruvísi vinnubrögðum í pólitík. Kalla eftir hreinskiptni, heiðarlegri umræðu og ég held að það sé eitthvað sem við verðum að taka til okkar. Breyta því hvernig við tölum. Við höfum barist fyrir því árum saman að fá hér rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að það sé mikilvægasti áfangi sem við getum náð, að fólk hafi bein og milliliðalaus áhrif á stórar ákvarðanir. Ég held að þannig getum við dregið lærdóm af Icesave. Tryggjum fólki að það eigi þennan rétt um alla framtíð. Við þurfum líka að lýðræðisvæða flokkana okkar og þar þurfum við í Samfylkingu að taka upp þráðinn, því við misstum það frá okkur. Við vorum framarlega í umræðu um beint lýðræði og flokksmenn ákváðu meginstefnuna. Svo fylgdum við þingmennirnir þeirri línu. Hin síðari ár hefur verið miklu meira um það að við erum að senda flokksmönnum hver sé línan. Þar getum við lært af Pírötum. Einfaldlega að temja okkur nútímaleg vinnubrögð.“ Helgi Hjörvar segir ekkert launungarmál að hann hafi byrjaði í stjórnmálum til þess að sameina jafnaðarmenn. „Ég tók virkan þátt í að búa til Reykjavíkurlistann á sínum tíma, Samfylkinguna seinna og ég tel að við séum á þeim stað að við þurfum að leita leiða til þess að gera það aftur. Við eigum að vera samfylkingin með litlu s-i. Það á ekki að vera flokkurinn okkar, eða embætti í honum sem skipta höfuðmáli heldur sú staðreynd að meirihluti Íslendinga vill félagshyggjuöfl við stjórnvölinn. Verkefnið okkar er að gera allt sem við getum til að skipuleggja stjórnandstöðuna sem nú er á þingi og félagshyggjuflokkana til þess að ná sem mestum árangri, hvort sem það er með sameiningu eða kosningabandalagi.“Samræður um sameininguHafa formlegar viðræður átt sér stað?„Það hafa verið samræður milli fólks og hefur verið teflt fram góðri hugmynd frá Birgittu Jónsdóttur um samstarf um afmörkuð verkefni á stuttu kjörtímabili. Ég held að það sé góð hugmynd. Við eigum að einhenda okkur í samræður við Bjarta framtíð, Vinstri græna og Pírata um með hvaða hætti þetta verði best gert og auðvitað líka við fólk sem stendur utan við flokka en hefur pólitískar hugsjónir.“En ef fram heldur sem horfir – er Samfylkingin ekki að þurrkast út?„Ég treysti því að ákvörðun um að flýta landsfundi muni hleypa lífi í umræðu um Samfylkinguna. Fyrir hvað hún stendur, á að standa og hvert hún á að fara. Ég er sannfærður um að sú umræða og þátttaka sem flestra í henni geti hjálpað okkur að styrkja stöðu flokksins. Það er svo stór hluti landsmanna sem hefur jafnaðarmannahugsjón. Brennur fyrir hana í hjartanu. Vill hafa eitt öflugt stjórnmálaafl sem getur haldið henni fram og tryggt að hún hafi veruleg áhrif á hvernig landið mótast. Það er skylda okkar sem erum á dekkinu að gera það sem við getum til þess.“Er þetta ekki að einhverju leyti ímyndarvandi líka? Fyrir okkur sem fyrir utan stöndum virðist óeining innan flokksins„Ef það er upplifunin er það hluti af því sem við þurfum að taka á. Ég held hins vegar að það sé ótrúlegt hvað þessi hópur hefur staðið þétt saman í gegnum mörg erfiðustu ár í lýðveldissögunni. Við höfum farið saman í gegnum ótrúlega skafla. Tekist á við meiri erfiðleika við stjórn landsins heldur en nokkur annar þingflokkur. En auðvitað er eðlilegt þegar flokkar eru í lægð að það komi fram ólík sjónarmið. Hugmyndin með stórum jafnaðarmannaflokki var ekki að hafa einn flokk með eina hugmynd. Ef maður ætlar að vera í stjórnmálaflokki með fólki með sömu skoðun og maður sjálfur er maður sennilega í eins manns flokki. Því öll erum við ólík.“Vantar nýtt fólk í forystu Raddir hafa verið uppi um að í gagngerri yfirhalningu þurfi að breyta nafni flokksins. Helgi segir nafnbreytingu hafa verið rædda og geta verið hluta af því nýja upphafi sem Samfylkingin þurfi á að halda. „Mér finnst það koma sterklega til greina. Við þurfum að endurhugsa allt. Nafnið, hvort við viljum sameinast öðrum flokki, hvort við viljum kosningabandalag, starfshætti, stefnuna. Það hlýtur að vera hverjum manni augljóst að flokkur sem hefur tapað tveimur þriðju fylgis síns þarf að endurskoða allt.“ Helgi segir það augljóslega hluta af vandanum hversu lítil endurnýjun hefur verið innan flokksins. „Okkur vantar nýtt fólk í forystuliðið, það varð engin endurnýjun í þingflokknum og það þarf verulega breytingu í því í næstu kosningum.“ Hann segir vanta meira af ungu fólki. „Við eigum talsvert í sveitarstjórnum af ungu efnilegu fólki sem ég vona að sækist eftir að komast í forystusveitina.“ Í gær tilkynnti Katrín Júlíusdóttir, varaformaður flokksins að hún hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum. „Það er ekki að ástæðulausu að margir skoruðu á Katrínu að gefa kost á sér til formanns. Hún hefur bæði reynst frábær félagi og farsæll forystumaður sem sjónarsviptir er að úr pólitíkinni.“Heldurðu að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum?„Ég vona það. En það getur skipt máli um það að þeir sem vilja breytingar nái saman. Við höfum séð það gerast að þau öfl sem vilja breytingar, félagshyggjuöflin, eru sundruð í mörg framboð. Þá hafa áður í sögunni glatast tækifæri til að ná fram breytingum. Þá hafa stjórnarflokkar haldið velli því það var sundruð hjörð á móti þeim.“Skörp skil á vinnustaðnum Helgi hefur langa reynslu af stjórnmálum en hann settist fyrst á þing 2003. Hann hafði áður verið borgarfulltrúi frá 1998. Reyndar byrjaði hann að starfa á þinginu 13 ára gamall sem þingsveinn og þekkir því vinnustaðinn vel. Hann segir stemminguna á þinginu vera öðruvísi í dag en hún var fyrir hrun. Skarpari skil séu milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við úr stjórnarandstöðunni sitjum saman í matsalnum og ræðum saman en það er miklu sjaldgæfara að fólki úr meirihluta og minnihluta sitji þannig saman – þetta eru tveir hópar.“ Katrín Júlíusdóttir talaði um í föstudagsviðtalinu að stjórnarliðar væru hörundsárir og viðkvæmir fyrir gagnrýni. Er það þín upplifun? „Ég held að menn séu viðkvæmir fyrir gagnrýni en veit ekki hvort það er meira en áður var. Gagnrýnin almennt er meiri en áður og sumpart er það gott því hér áður fyrr vorum við ekki nægilega gagnrýnin og því fór sem fór.“Þú byrjaðir snemma í pólitík, var það alltaf það sem þú vildir gera?„Ég hugsa að það hafi alltaf verið í hjartanu. Það var strax mikil og sterk réttlætiskennd man ég. Ef mér fannst eitthvað ósanngjarnt eða óréttlátt þá snerti það mig strax og mikið. Og þá lét ég í mér heyra eða til mín taka.“ Helgi ætlaði reyndar að verða blaðamaður og átti að þjálfa hann upp í að verða ritstjóri Þjóðviljans eftir að hann fór þangað í starfskynningu 15 ára gamall. Hann vann á öllum starfsstöðvum til þess að kynnast starfseminni. „En svo bara æxluðust hlutirnir öðruvísi.“Skref fyrir skref fór sjóninHelgi ólst upp fyrstu sex árin í Danmörku en fjölskyldan fluttist svo heim til Íslands. Fyrst bjuggu þau í miðbæ Reykjavíkur en síðan í Vesturbænum. Hann æfði ballett til unglingsára og tók þátt í nokkrum leikritum í Þjóðleikhúsinu. Helgi byrjaði í MH en kláraði ekki námið, líklega að hluta vegna þess að þá var sjón hans farin að versna og hann farinn að eiga erfitt með lestur. Helgi er með arfgengan augnsjúkdóm. „Nethimnan bak við augun hrörnar og deyr. Smátt og smátt hnignar sjóninni og á menntaskólaárunum var lessjónin að fara án þess að ég vissi það. Þetta er bara eitthvað sem kemur stig af stigi. Ég var náttblindur sem strákur, þegar ég var svona 10 ára þá hætti ég að sjá badmintonfjöðrina þegar hún var hátt uppi í loftinu og hætti að æfa. Svo fór ég að fá handboltann í andlitið svona 12 ára. Fjórtán til fimmtán ára er ég farinn að gefa fótboltann á strák í hinu liðinu og þið vitið – skref fyrir skref, þá fór sjónin.“ Hann segir það hafa verið erfitt að missa sjónina.„Það eru svo ofboðslega miklar tilfinningar tengdar því að sjá. Það er stundum sagt að þetta sé fyrst og fremst fagurfræðilegt vandamál fyrir mann. Því maður getur alveg leyst praktísku vandamálin. Maður getur ekki keyrt – þá tekur maður leigubíl, maður getur ekki lesið – þá les einhver fyrir mann eða tölvan talar. Þú getur unnið úr öllu þessu en það er svo mikil upplifun sem maður fær í gegnum sjónina, af fegurðinni og lífinu. Það er sorgarferli að missa sjónina.“ Í dag hefur hann smá ratsjá í björtu. „Mér hefur haldist betur á henni síðustu ár en ég þorði að vona. Ég fór í raflostsmeðferð í Þýskalandi sem var þannig að ég fékk rafstraum í augað einu sinni í viku. Það gerði mér gott. Þá er lagður þráður í augað, lágur straumur sendur í gegnum augað. Þetta tengist dálítið skemmtilegri og spennandi tækni sem er tölvusjón. Það eru um það bil 100 manns í heiminum komnir með tölvusjón. Hún er tiltölulega frumstæð enn þá og fólk sér kannski svona 30 pixla sem kallað er og fær þannig grófa mynd. Sér kannski glugga, dyr og allra grófustu hluti. En þetta er tækni sem er að þróast og þróast vonandi hratt þannig að meiri gæði verði í myndinni sem er búin til. Í tengslum við það áttuðu menn sig á því að svona rafmagn sem örvaði sjóntaugina gæti haft áhrif, dregið úr hraða hrörnunarinnar.“ Ellen Calmon sagði á dögunum að engum fyndist neitt athugavert við að blindur maður væri á þingi þar sem Helgi hefði rutt þá braut. „Það er gaman ef maður getur verið fyrirmynd í því sem maður er að fást við. Auðvitað er mikilvægt að við höfum fólk sem ryður brautina á nýjum sviðum. Það eru miklir fordómar sem fatlað fólk mætir á vinnumarkaði, t.d. sjónskert fólk. Ég vísa í norska könnun þar sem menn vildu síður ráða sjónskerta en þá sem höfðu afbrotaferil. Þeir sem eiga afbrotaferil eiga við mikla fordóma að stríða að komast inn á vinnumarkað. Það er mikilvægt að sýna fram á að við getum sinnt vel flestum störfum eins og hver annar. Ég held að því miður sé fatlað fólk allt of oft vanmetið.“Blindir aldrei einmanaHvernig er þetta fyrir þig í daglegu lífi? Ertu með hjálpartæki?„Ég er með leiðsöguhundinn Herra X sem er að vísu kominn að því sem ég kalla sveigjanleg starfslok. Hann á að vera hættur að vinna en mér finnst svo sorglegt að skilja hann eftir þegar ég er að fara í vinnuna að ég reyni að leyfa honum að koma með aðra hverja ferð. Hann varð 10 ára í nóvember. Þá hætta þeir að vinna. Nú er einn af kostunum við það að vera blindur að maður verður aldrei einmana því síminn talar við mig. Ef maður er alveg einangraður pólitískt og enginn vill tala við mann þá talar síminn,“ segir hann hlæjandi. „Allt sem maður nálgast í símanum sem er ekki grafískt getur hann sagt mér, svo talar tölvan og þingið er svo elskulegt að ég er með aðstoðarmann sem les fyrir mig og gefur mér stuttu útgáfuna af löngum skýrslum sem maður hefur ekki tök á að lesa með þessum hætti.“ Helgi sér ekki fyrir sér að vera í stjórnmálum alla ævi. „Ég sé raunar fyrir mér að sinna öðrum verkefnum á síðari hluti starfsævinnar enda fjölmargt sem er spennandi að takast á við og vinna við í heiminum. Hvað sem það yrði, lengi gældi ég við það að vinna einmitt að málefnum fatlaðs fólks.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Við þurfum að gera breytingar í Samfylkingunni. Ég hef ákveðið að nota þetta tækifæri og gefa kost á mér í formannsframboð,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Á dögunum var samþykkt að flýta landsfundi flokksins og verður kosið um nýjan formann. „Og ég hvet alla sem telja sig hafa erindi að gera slíkt hið sama.“ Fylgi Samfylkingarinnar hefur hríðlækkað og mælist nú samkvæmt skoðanakönnunum í kringum tíu prósent. Ljóst er að vandi flokksins er mikill. „Það eru náttúrulega engar fréttir að Samfylkingin sé í slæmri stöðu, það hefur verið lítið talað um annað. Það eru að opnast tækifæri núna. Flokksmenn eru að fara fram á landsfund í vor og formannskosningar. Þá gefst tækifæri til að endurskoða stefnu okkar og starfshætti. Ég er nú svo gamaldags að ég held að kjósendur kjósi ekki út á taktík, eða hver er flottastur í sjónvarpinu, heldur taki fólk afstöðu til þeirrar stefnu sem menn hafa fram að færa og síðan hvort því líki aðferðir sem fólk notar til að stunda pólitík. Ég held að niðurstaðan sé sú að fólki líkar hvorugt. Við verðum að hlusta á það. Gera breytingar og það í samstarfi við aðra flokka.“Allt ómögulegt án evruHvaða breytingar?„Við höfum verið að segja að allt sé ómögulegt og verði ómögulegt á meðan við höfum íslensku krónuna. Það verði allir bara að bíða eftir evrunni. En hún er ekkert að koma í náinni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við áttum möguleika á hraðri inngöngu í ESB, strax eftir hrun. Núna verður jafnaðarmannaflokkur sem ætlar að hafa pólitík fyrir ungt fólk, fólk með meðaltekjur og lægri tekjur, að reyna að skapa bærileg vaxtakjör og bærilegan fjármálamarkað. Það sker mest í augun þegar við berum saman lífskjör hér og í nágrannalöndum. Við verðum að segja fákeppninni á bankamarkaði, spillingu, stríð á hendur. Kalla eftir róttækum skipulagsbreytingum, eins og að skilja á milli fjárfestinga- og viðskiptabanka. Við þurfum að draga úr kostnaði við bankana, setja skorður við hvað má innheimta af fólki í þjónustugjöld. Taka upp verðtryggingarmálin og ég gæti haldið áfram. Taka afstöðu með fólkinu gegn fjármálafyrirtækjunum.“ Helgi segir vandamál Samfylkingarinnar ekki séríslensk. „Kreppa Samfylkingar hér er samt dýpri en jafnaðarmannaflokka annars staðar en er alls staðar af sömu rótum runnin. Fólk hefur orðið fyrir vonbrigðum með að við sem erum fulltrúar almennings höfum ekki talað harðar fyrir fólkið gegn fjármálaöflunum. Fjármálaöflin ráði og pólitíkusar séu í þessu fyrir sjálfa sig. Svo séu þeir í baktjaldamakki sín í milli sem ekkert kemur út úr fyrir almenning. Þarna þurfum við að stíga fram, alveg skýr, og keyra einbeitta og afdráttarlausa pólitík um að þessu viljum við breyta.“ Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sendi bréf til samflokksmanna sinna á dögunum, þar sem hann fór yfir mistök flokksins undanfarin ár. Eruð þið Árni þá ekki sammála í megindráttum?„Þetta eru engin ný sannindi. Eins og ég segi er jafnaðarmannakreppa út um allan heim, ekki bara jafnaðarmannaflokka, heldur stjórnmálaflokka bæði hægra og vinstra megin. Fólk sem er annars staðar í pólitík hefur sömu upplifun af sínum flokkum. Að þeir megi sín lítils gagnvart fjármálakerfinu. Og hefur líka yfirgefið þá víða og gengið til liðs við alls konar nýja popúlistaflokka, og suma dapurlega,“ segir hann.Þurfum að læra af Pírötum „Það er verið að kalla eftir öðruvísi vinnubrögðum í pólitík. Kalla eftir hreinskiptni, heiðarlegri umræðu og ég held að það sé eitthvað sem við verðum að taka til okkar. Breyta því hvernig við tölum. Við höfum barist fyrir því árum saman að fá hér rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að það sé mikilvægasti áfangi sem við getum náð, að fólk hafi bein og milliliðalaus áhrif á stórar ákvarðanir. Ég held að þannig getum við dregið lærdóm af Icesave. Tryggjum fólki að það eigi þennan rétt um alla framtíð. Við þurfum líka að lýðræðisvæða flokkana okkar og þar þurfum við í Samfylkingu að taka upp þráðinn, því við misstum það frá okkur. Við vorum framarlega í umræðu um beint lýðræði og flokksmenn ákváðu meginstefnuna. Svo fylgdum við þingmennirnir þeirri línu. Hin síðari ár hefur verið miklu meira um það að við erum að senda flokksmönnum hver sé línan. Þar getum við lært af Pírötum. Einfaldlega að temja okkur nútímaleg vinnubrögð.“ Helgi Hjörvar segir ekkert launungarmál að hann hafi byrjaði í stjórnmálum til þess að sameina jafnaðarmenn. „Ég tók virkan þátt í að búa til Reykjavíkurlistann á sínum tíma, Samfylkinguna seinna og ég tel að við séum á þeim stað að við þurfum að leita leiða til þess að gera það aftur. Við eigum að vera samfylkingin með litlu s-i. Það á ekki að vera flokkurinn okkar, eða embætti í honum sem skipta höfuðmáli heldur sú staðreynd að meirihluti Íslendinga vill félagshyggjuöfl við stjórnvölinn. Verkefnið okkar er að gera allt sem við getum til að skipuleggja stjórnandstöðuna sem nú er á þingi og félagshyggjuflokkana til þess að ná sem mestum árangri, hvort sem það er með sameiningu eða kosningabandalagi.“Samræður um sameininguHafa formlegar viðræður átt sér stað?„Það hafa verið samræður milli fólks og hefur verið teflt fram góðri hugmynd frá Birgittu Jónsdóttur um samstarf um afmörkuð verkefni á stuttu kjörtímabili. Ég held að það sé góð hugmynd. Við eigum að einhenda okkur í samræður við Bjarta framtíð, Vinstri græna og Pírata um með hvaða hætti þetta verði best gert og auðvitað líka við fólk sem stendur utan við flokka en hefur pólitískar hugsjónir.“En ef fram heldur sem horfir – er Samfylkingin ekki að þurrkast út?„Ég treysti því að ákvörðun um að flýta landsfundi muni hleypa lífi í umræðu um Samfylkinguna. Fyrir hvað hún stendur, á að standa og hvert hún á að fara. Ég er sannfærður um að sú umræða og þátttaka sem flestra í henni geti hjálpað okkur að styrkja stöðu flokksins. Það er svo stór hluti landsmanna sem hefur jafnaðarmannahugsjón. Brennur fyrir hana í hjartanu. Vill hafa eitt öflugt stjórnmálaafl sem getur haldið henni fram og tryggt að hún hafi veruleg áhrif á hvernig landið mótast. Það er skylda okkar sem erum á dekkinu að gera það sem við getum til þess.“Er þetta ekki að einhverju leyti ímyndarvandi líka? Fyrir okkur sem fyrir utan stöndum virðist óeining innan flokksins„Ef það er upplifunin er það hluti af því sem við þurfum að taka á. Ég held hins vegar að það sé ótrúlegt hvað þessi hópur hefur staðið þétt saman í gegnum mörg erfiðustu ár í lýðveldissögunni. Við höfum farið saman í gegnum ótrúlega skafla. Tekist á við meiri erfiðleika við stjórn landsins heldur en nokkur annar þingflokkur. En auðvitað er eðlilegt þegar flokkar eru í lægð að það komi fram ólík sjónarmið. Hugmyndin með stórum jafnaðarmannaflokki var ekki að hafa einn flokk með eina hugmynd. Ef maður ætlar að vera í stjórnmálaflokki með fólki með sömu skoðun og maður sjálfur er maður sennilega í eins manns flokki. Því öll erum við ólík.“Vantar nýtt fólk í forystu Raddir hafa verið uppi um að í gagngerri yfirhalningu þurfi að breyta nafni flokksins. Helgi segir nafnbreytingu hafa verið rædda og geta verið hluta af því nýja upphafi sem Samfylkingin þurfi á að halda. „Mér finnst það koma sterklega til greina. Við þurfum að endurhugsa allt. Nafnið, hvort við viljum sameinast öðrum flokki, hvort við viljum kosningabandalag, starfshætti, stefnuna. Það hlýtur að vera hverjum manni augljóst að flokkur sem hefur tapað tveimur þriðju fylgis síns þarf að endurskoða allt.“ Helgi segir það augljóslega hluta af vandanum hversu lítil endurnýjun hefur verið innan flokksins. „Okkur vantar nýtt fólk í forystuliðið, það varð engin endurnýjun í þingflokknum og það þarf verulega breytingu í því í næstu kosningum.“ Hann segir vanta meira af ungu fólki. „Við eigum talsvert í sveitarstjórnum af ungu efnilegu fólki sem ég vona að sækist eftir að komast í forystusveitina.“ Í gær tilkynnti Katrín Júlíusdóttir, varaformaður flokksins að hún hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum. „Það er ekki að ástæðulausu að margir skoruðu á Katrínu að gefa kost á sér til formanns. Hún hefur bæði reynst frábær félagi og farsæll forystumaður sem sjónarsviptir er að úr pólitíkinni.“Heldurðu að ríkisstjórnin falli í næstu kosningum?„Ég vona það. En það getur skipt máli um það að þeir sem vilja breytingar nái saman. Við höfum séð það gerast að þau öfl sem vilja breytingar, félagshyggjuöflin, eru sundruð í mörg framboð. Þá hafa áður í sögunni glatast tækifæri til að ná fram breytingum. Þá hafa stjórnarflokkar haldið velli því það var sundruð hjörð á móti þeim.“Skörp skil á vinnustaðnum Helgi hefur langa reynslu af stjórnmálum en hann settist fyrst á þing 2003. Hann hafði áður verið borgarfulltrúi frá 1998. Reyndar byrjaði hann að starfa á þinginu 13 ára gamall sem þingsveinn og þekkir því vinnustaðinn vel. Hann segir stemminguna á þinginu vera öðruvísi í dag en hún var fyrir hrun. Skarpari skil séu milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við úr stjórnarandstöðunni sitjum saman í matsalnum og ræðum saman en það er miklu sjaldgæfara að fólki úr meirihluta og minnihluta sitji þannig saman – þetta eru tveir hópar.“ Katrín Júlíusdóttir talaði um í föstudagsviðtalinu að stjórnarliðar væru hörundsárir og viðkvæmir fyrir gagnrýni. Er það þín upplifun? „Ég held að menn séu viðkvæmir fyrir gagnrýni en veit ekki hvort það er meira en áður var. Gagnrýnin almennt er meiri en áður og sumpart er það gott því hér áður fyrr vorum við ekki nægilega gagnrýnin og því fór sem fór.“Þú byrjaðir snemma í pólitík, var það alltaf það sem þú vildir gera?„Ég hugsa að það hafi alltaf verið í hjartanu. Það var strax mikil og sterk réttlætiskennd man ég. Ef mér fannst eitthvað ósanngjarnt eða óréttlátt þá snerti það mig strax og mikið. Og þá lét ég í mér heyra eða til mín taka.“ Helgi ætlaði reyndar að verða blaðamaður og átti að þjálfa hann upp í að verða ritstjóri Þjóðviljans eftir að hann fór þangað í starfskynningu 15 ára gamall. Hann vann á öllum starfsstöðvum til þess að kynnast starfseminni. „En svo bara æxluðust hlutirnir öðruvísi.“Skref fyrir skref fór sjóninHelgi ólst upp fyrstu sex árin í Danmörku en fjölskyldan fluttist svo heim til Íslands. Fyrst bjuggu þau í miðbæ Reykjavíkur en síðan í Vesturbænum. Hann æfði ballett til unglingsára og tók þátt í nokkrum leikritum í Þjóðleikhúsinu. Helgi byrjaði í MH en kláraði ekki námið, líklega að hluta vegna þess að þá var sjón hans farin að versna og hann farinn að eiga erfitt með lestur. Helgi er með arfgengan augnsjúkdóm. „Nethimnan bak við augun hrörnar og deyr. Smátt og smátt hnignar sjóninni og á menntaskólaárunum var lessjónin að fara án þess að ég vissi það. Þetta er bara eitthvað sem kemur stig af stigi. Ég var náttblindur sem strákur, þegar ég var svona 10 ára þá hætti ég að sjá badmintonfjöðrina þegar hún var hátt uppi í loftinu og hætti að æfa. Svo fór ég að fá handboltann í andlitið svona 12 ára. Fjórtán til fimmtán ára er ég farinn að gefa fótboltann á strák í hinu liðinu og þið vitið – skref fyrir skref, þá fór sjónin.“ Hann segir það hafa verið erfitt að missa sjónina.„Það eru svo ofboðslega miklar tilfinningar tengdar því að sjá. Það er stundum sagt að þetta sé fyrst og fremst fagurfræðilegt vandamál fyrir mann. Því maður getur alveg leyst praktísku vandamálin. Maður getur ekki keyrt – þá tekur maður leigubíl, maður getur ekki lesið – þá les einhver fyrir mann eða tölvan talar. Þú getur unnið úr öllu þessu en það er svo mikil upplifun sem maður fær í gegnum sjónina, af fegurðinni og lífinu. Það er sorgarferli að missa sjónina.“ Í dag hefur hann smá ratsjá í björtu. „Mér hefur haldist betur á henni síðustu ár en ég þorði að vona. Ég fór í raflostsmeðferð í Þýskalandi sem var þannig að ég fékk rafstraum í augað einu sinni í viku. Það gerði mér gott. Þá er lagður þráður í augað, lágur straumur sendur í gegnum augað. Þetta tengist dálítið skemmtilegri og spennandi tækni sem er tölvusjón. Það eru um það bil 100 manns í heiminum komnir með tölvusjón. Hún er tiltölulega frumstæð enn þá og fólk sér kannski svona 30 pixla sem kallað er og fær þannig grófa mynd. Sér kannski glugga, dyr og allra grófustu hluti. En þetta er tækni sem er að þróast og þróast vonandi hratt þannig að meiri gæði verði í myndinni sem er búin til. Í tengslum við það áttuðu menn sig á því að svona rafmagn sem örvaði sjóntaugina gæti haft áhrif, dregið úr hraða hrörnunarinnar.“ Ellen Calmon sagði á dögunum að engum fyndist neitt athugavert við að blindur maður væri á þingi þar sem Helgi hefði rutt þá braut. „Það er gaman ef maður getur verið fyrirmynd í því sem maður er að fást við. Auðvitað er mikilvægt að við höfum fólk sem ryður brautina á nýjum sviðum. Það eru miklir fordómar sem fatlað fólk mætir á vinnumarkaði, t.d. sjónskert fólk. Ég vísa í norska könnun þar sem menn vildu síður ráða sjónskerta en þá sem höfðu afbrotaferil. Þeir sem eiga afbrotaferil eiga við mikla fordóma að stríða að komast inn á vinnumarkað. Það er mikilvægt að sýna fram á að við getum sinnt vel flestum störfum eins og hver annar. Ég held að því miður sé fatlað fólk allt of oft vanmetið.“Blindir aldrei einmanaHvernig er þetta fyrir þig í daglegu lífi? Ertu með hjálpartæki?„Ég er með leiðsöguhundinn Herra X sem er að vísu kominn að því sem ég kalla sveigjanleg starfslok. Hann á að vera hættur að vinna en mér finnst svo sorglegt að skilja hann eftir þegar ég er að fara í vinnuna að ég reyni að leyfa honum að koma með aðra hverja ferð. Hann varð 10 ára í nóvember. Þá hætta þeir að vinna. Nú er einn af kostunum við það að vera blindur að maður verður aldrei einmana því síminn talar við mig. Ef maður er alveg einangraður pólitískt og enginn vill tala við mann þá talar síminn,“ segir hann hlæjandi. „Allt sem maður nálgast í símanum sem er ekki grafískt getur hann sagt mér, svo talar tölvan og þingið er svo elskulegt að ég er með aðstoðarmann sem les fyrir mig og gefur mér stuttu útgáfuna af löngum skýrslum sem maður hefur ekki tök á að lesa með þessum hætti.“ Helgi sér ekki fyrir sér að vera í stjórnmálum alla ævi. „Ég sé raunar fyrir mér að sinna öðrum verkefnum á síðari hluti starfsævinnar enda fjölmargt sem er spennandi að takast á við og vinna við í heiminum. Hvað sem það yrði, lengi gældi ég við það að vinna einmitt að málefnum fatlaðs fólks.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira