Sókn Kúrda rekur fleyg á milli Bandaríkjanna og Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2016 22:42 Kúrdar í Sýrlandi mótmæltu því nýverið að fulltrúum þeirra hafi ekki verið boðið að taka þátt í viðræðum um frið í Sýrlandi. Vísir/AFP Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak. Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak.
Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35
Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52
Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15
Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40
Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23
Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05