Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Litlum gúmmíkúlum er dreift yfir gervigrasvelli til að gefa þeim mýkri áferð. Vísir/Anton Brink Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30