Enn sótt að rammaáætlun Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ráðuneyti umhverfismála, sem ætti með réttu að standa vörð um náttúruvernd, leggur nú til breytingar á regluumhverfi rammaáætlunar í því skyni að draga úr vernd og auka ágang á náttúru landsins. Líkur benda til þess að ráðuneytið sé undir þrýstingi orkufyrirtækja nema það eigi frumkvæði að því að draga úr vægi verndarsjónarmiða sem stangast þvert á við yfirlýst hlutverk þess. Á síðasta kjörtímabili var lokið við afgreiðslu rammaáætlunar tvö og í þeirri afgreiðslu var Norðlingaölduveita sett í verndarflokk enda um framhald stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum að ræða. Það er mörgum enn í fersku minni þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, boðaði veisluhöld út af undirritun um stækkunina en blés hana svo af á síðustu stundu. Þetta var sumarið 2013, undirbúningi var lokið af hálfu Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins og langþráður áfangi í höfn. Veislan hefur enn ekki verið haldin og svæðið enn ekki verið friðlýst.Kippt í spotta Landsvirkjun hafði þá greinilega kippt í spotta, iðnaðarráðherrann lýsti sinni skoðun og ljóst var hvar völdin liggja. Kynnt var til sögunnar ný virkjun, ný veita, Kjalölduveita sem var nýtt heiti á sama stað, með nýjum útlínum. Sumir kölluðu þetta totutillöguna. Klæðskerasniðið fyrir Landsvirkjun. Nokkrar atlögur að rammaáætlun á Alþingi, flestar að frumkvæði Jóns Gunnarssonar, hafa verið brotnar á bak aftur á Alþingi á þessu kjörtímabili og var það trú manna að verkefnisstjórnin fengi nú að vera í friði. Ráðherrann, Sigrún Magnúsdóttir, mælti með því að hún fengi að ljúka sinni vinnu, sagðist standa vörð um ferlið. Nú, þegar nálgast endastöð rammaáætlunar þrjú, sem hefur staðið yfir allt frá vorinu 2013 bregður svo við að ráðherrann sjálfur leggur til breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Breytingarnar fela m.a. í sér að hægt verður að taka svæði sem Alþingi hefur samþykkt að vernda og setja þau í nýtingarflokk.Gegn lögunum Það má ljóst vera að breytingarnar fara gegn lögunum, markmiðum þeirra og verklagi. Enn er full þörf á að standa vörð um rammaáætlun og náttúruvernd í landinu. Umhverfisráðherra stendur ekki þá vakt.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar