Forkosningar Repúblikana: Hver er þessi John Kasich? Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2016 15:04 Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó ekki tekist að ná almennrar hylli kjósenda. Vísir/AFP John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese. Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hafnaði á dögunum í öðru sæti í forkosningum Repúblikana í New Hampshire á eftir auðjöfurnum Donald Trump. Kasich vonast til að hann sé nú kominn með nægilega mikinn vind í seglin sem muni að lokum tryggja honum nægilegan stuðning til að hljóta útnefningu Repúblikaflokksins. Kasich hefur verið þátttakandi á fjölmennum sviðum kappræðna frambjóðendanna allt frá upphafi kosningabaráttunnar en hefur þó átt í vandræðum með að ná almennrar hylli kjósenda. Hann hlaut þó 15,8 prósent atkvæða í forkosningunum í New Hampshire, en Trump heil 35,3 prósent. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins verða haldnar í Suður-Karólínu á laugardaginn.Hófsamur frambjóðandiÍ frétt BBC um Kasich segir að ríkisstjórinn hafi gefið sig út fyrir að vera hófsamur frambjóðandi innan um umdeilda frambjóðendur á borð við Trump, Ted Cruz og Jeb Bush. Hann leggur áherslu á fyrri störf sín sem þingmaður og ríkisstjóri og hefur lýst stefnu annarra frambjóðenda í fjölmörgum málum sem sem „óábyrga“.Sat á þingi frá 1983 til 2001Hinn 63 ára Kasich tók við embætti ríkisstjóra Ohio árið 2011. Hann átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á árunum 1983 til 2001 og var formaður fjárlaganefndar þingsins frá 1995 til 2001. Eftir að hann hætti á þingi 2001 starfaði hann um tíma hjá Fox News þar sem hann stýrði meðal annars þættinum Heartland with John Kasich og var gestastjórnandi þáttar Bill O’Reilly. Þá starfaði hann einnig hjá bankanum Lehman Brothers.John Kasich og eiginkona hans Karen Waldbillig Kasich.Vísir/AFPMeð reynsluna og hefur verið prófaðurKasich tilkynnti um framboð sitt til forseta fyrir framan tvö þúsund stuðningsmenn sína í Ohio State háskólanum í júlí á síðasta ári. „Ég er með reynsluna og hef verið prófaður, próf sem mótar þig og undirbýr þig undir mikilvægasta starf í heimi.“ Fréttaritari BBC segir að Kasich hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann taldi Jeb Bush, sem álitinn var líklegasti hófsami frambjóðandinn til að ná árangri, vera veikari en fyrst var talið. Líkt og með Bush, þá vantreysta margir kjósendur Repúblikana Kasich vegna umbóta hans á sviði heilbrigðismála í Ohio. Þá hefur gengið illa fyrir hann að fá athyglina beinda að sér þar sem hann þykir oft á tíðum þurr í fasi.Nýtur stuðnings New York TimesKasich segir að kristin trú hans hafi átt þátt í stefnumótun hans og þá leggur hann áherslu á að hann hafi náð fram hallalausum fjárlögum á starfstíma sínum á þingi og í stóli ríkisstjóra Ohio. Kasich hefur gagnrýnt Trump við fjölmörg tækifæri, meðal annars vegna yfirlýsinga Trump um að stöðva komu múslima til Bandaríkjanna og að vísa skuli öllum ólöglegum innflytjendum úr landi.Athygli vakti að bandaríska stórblaðið New York Times lýsti yfir stuðningi við Kasich og Hillary Clinton í forkosningum stóru flokkanna tveggja þar sem Kasich var lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan raða Repúblikanaflokksins.Kasich er kvæntur viðskiptakonunni Karen Waldbillig Kasich og eiga þau saman tvíburadæturnar, Emmu og Reese.
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Hver er þessi Ted Cruz? Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra. 2. febrúar 2016 10:15
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00