Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 12:19 Bloggararnir Þórunn Ívarsdóttir og Hildur Ragnarsdóttir voru ekki mjög hrifnar af umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átraskanir. vísir Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016 Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016
Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00