Lífið

Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manúela Ósk.
Manúela Ósk. vísir
„Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat

Hún sá sig knúna til að greina frá þessu á Snapchat í gær eftir Kastljós þátt gærkvöldsins. Þar var fjallað um lífsstílsbloggara og muninn á milli auglýsinga og bloggs.

Lína Birgitta Camilla er lífstílsbloggari en hún opnaði sig í þættinum í gær og talaði um að hún hafi verið með átröskun. Í sama þætti var fjallað um Manúelu og hennar fylgjendur á Snapchat og Instagram.

Sjá einnig: Brennslan - Þórunn Ívars: Ég var aldrei fengin til að ræða átröskun

„Ég bið fólk að setja ekki alla undir sama hatt. Ef þessi umfjöllun í Kastljósinu gefur eitthvað til kynna að ég eigi við einhver vandamál að stríða þá finnst mér það mjög leiðinlegt.“

Sjá einnig: Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti

Lífstílsbloggarar hafa gagnrýnt þáttinn og finnst þeim einkennilegt að blanda saman umfjöllun um lífstílsblogg og átröskun. 

Horfa má á Snapchat Manúelu á manuelaosk.


Tengdar fréttir

Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni

Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Ang­­eles á mánudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.