Fótbolti

Lavezzi bætist í hóp Kínafaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lavezzi varð þrívegis franskur meistari með PSG.
Lavezzi varð þrívegis franskur meistari með PSG. vísir/getty
Kínverska liðið Hebei China Fortune hefur fest kaup á argentínska framherjanum Ezequiel Lavezzi frá Paris Saint-Germain.

Lavezzi bætist þar með í hóp fjölda leikmanna sem hafa söðlað um og gengið til liðs við kínversk félög á undanförnum vikum.

Hebei China Fortune hefur verið aðsópsmikið á félagaskiptamarkaðnum en auk Lavezzi hefur liðið keypt leikmenn á borð við Gervinho og Stéphane Mbia. Hebei China Fortune er nýliði í kínversku ofurdeildinni en knattspyrnustjóri liðsins er Li Tie, fyrrum leikmaður Everton og Sheffield United á Englandi.

Lavezzi lék 24 leiki með PSG á tímabilinu og skoraði þrjú mörk en hann kom til liðsins frá Napoli árið 2012. Lavezzi varð þrívegis franskur meistari með PSG.

Lavezzi hefur leikið 48 landsleiki fyrir Argentínu og skorað sjö mörk en hann var í leikmannahópi liðsins á HM 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×