Fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir nauðgun í Hrísey Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 16:54 Brot mannsins áttu sér stað á tjaldstæðinu í Hrísey. vísir/friðrik Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Eirík Fannar Traustason í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot. Hann var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 25. júlí í fyrra, á tjaldsvæði í Hrísey, farið inn í tjald þar sem sautján ára stúlka lá, gripið um munn hennar, haldið henni niðri og slegið hana hnefahöggi hægra megin í andlit. Því næst sneri Eiríkur stúlkunni á magann, ýtti höfði hennar niður í svefnpokann og hótaði ítrekað að drepa hafa ef hún ekki þegði. Sló hann hana því næst ítrekað í höfuðið og girti niður um hana og nauðgaði henni. Hótaði hann henni síðan öllu illu ef hún liti upp og fór svo út úr tjaldinu. Eiríkur var yfirheyrður tvívegis af lögreglu vegna málsins þar sem hann neitaði sakarefninu. Fyrir dómi játaði hann hins vegar sakargiftum og samþykkti jafnframt bótaskyldu gagnvart stúlkunni. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði hafið rekstur á veitingastað í Hrísey í janúarmánuði 2015. Föstudaginn 24. júlí var hann einn að störfum á veitingastaðnum en stúlkan, sem var ferðamaður hér á landi, fór á umræddan veitingastað og dvaldi þar í eina og hálfa klukkustund. Þar fékk hann vitneskju um að hún væri einsömul og ætlaði að gista á tjaldstæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“ og sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar, verknaðarlýsingu ákærunnar. Ásamt fjögurra og hálfs árs fangelsisvist var Eiríkur dæmdur til að greiða föður stúlkunnar, fyrir hönd dóttur hans, 1,6 milljónir króna í miska- og skaðabætur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Eirík Fannar Traustason í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot. Hann var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 25. júlí í fyrra, á tjaldsvæði í Hrísey, farið inn í tjald þar sem sautján ára stúlka lá, gripið um munn hennar, haldið henni niðri og slegið hana hnefahöggi hægra megin í andlit. Því næst sneri Eiríkur stúlkunni á magann, ýtti höfði hennar niður í svefnpokann og hótaði ítrekað að drepa hafa ef hún ekki þegði. Sló hann hana því næst ítrekað í höfuðið og girti niður um hana og nauðgaði henni. Hótaði hann henni síðan öllu illu ef hún liti upp og fór svo út úr tjaldinu. Eiríkur var yfirheyrður tvívegis af lögreglu vegna málsins þar sem hann neitaði sakarefninu. Fyrir dómi játaði hann hins vegar sakargiftum og samþykkti jafnframt bótaskyldu gagnvart stúlkunni. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði hafið rekstur á veitingastað í Hrísey í janúarmánuði 2015. Föstudaginn 24. júlí var hann einn að störfum á veitingastaðnum en stúlkan, sem var ferðamaður hér á landi, fór á umræddan veitingastað og dvaldi þar í eina og hálfa klukkustund. Þar fékk hann vitneskju um að hún væri einsömul og ætlaði að gista á tjaldstæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“ og sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar, verknaðarlýsingu ákærunnar. Ásamt fjögurra og hálfs árs fangelsisvist var Eiríkur dæmdur til að greiða föður stúlkunnar, fyrir hönd dóttur hans, 1,6 milljónir króna í miska- og skaðabætur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira