Náttúruölflin í aðalhlutverki á Evrópumótaröð kvenna 16. febrúar 2016 20:30 Ko hafði ríka ástæðu til að brosa á lokaholunni. Getty. Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa New Zealand Open sem fram fór um helgina en mótið er það fyrsta á Evrópumótaröð kvenna á árinu. Ko er aðeins 18 ára gömul en þetta er í þriðja sinn sem hún sigrar á mótinu, sem endaði þó á mjög undarlegan hátt þar sem stór jarðskjálfti, 5.8 á richter skók svæðið á lokahringnum þar sem mótið fór fram. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem gerði kylfingum og áhorfendum lífið leitt en Ko, sem hafði eins höggs forystu fyrir lokahringinn, náði að klára á 10 undir pari og að lokum sigraði hún með tveimur höggum. Felicity Johnson frá Englandi, Nanna Madsen frá Danmörku og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu enduðu jafnar í öðru sæti á 8 undir pari en næsta mót á mótaröðinni fer fram í Ástralíu um næstu helgi. Íslenska golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár en hún komst ekki inn í mótið á Nýja-Sjálandi þar sem margar þekktar golfkonur tóku þátt. Hún mun líklega leika í sínu fyrsta móti í byrjun maí og eftir það mun hún hafa þátttökurétt á flestum mótum mótaraðarinnar það sem eftir lifir ári en spennandi verður að fylgjast með henni á þessari sterku mótaröð. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa New Zealand Open sem fram fór um helgina en mótið er það fyrsta á Evrópumótaröð kvenna á árinu. Ko er aðeins 18 ára gömul en þetta er í þriðja sinn sem hún sigrar á mótinu, sem endaði þó á mjög undarlegan hátt þar sem stór jarðskjálfti, 5.8 á richter skók svæðið á lokahringnum þar sem mótið fór fram. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sem gerði kylfingum og áhorfendum lífið leitt en Ko, sem hafði eins höggs forystu fyrir lokahringinn, náði að klára á 10 undir pari og að lokum sigraði hún með tveimur höggum. Felicity Johnson frá Englandi, Nanna Madsen frá Danmörku og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu enduðu jafnar í öðru sæti á 8 undir pari en næsta mót á mótaröðinni fer fram í Ástralíu um næstu helgi. Íslenska golfkonan Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár en hún komst ekki inn í mótið á Nýja-Sjálandi þar sem margar þekktar golfkonur tóku þátt. Hún mun líklega leika í sínu fyrsta móti í byrjun maí og eftir það mun hún hafa þátttökurétt á flestum mótum mótaraðarinnar það sem eftir lifir ári en spennandi verður að fylgjast með henni á þessari sterku mótaröð.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira