Sjúkrabíll fauk út af í Oddskarði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 09:50 Það var í nógu í snúast fyrir björgunarsveitir í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Visir/Vilhelm Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58
Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26