Innlent

Strokufanginn enn ófundinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í kjölfar stroksins nú mega mennirnir tveir  eiga von á einangrunarvist á Litla-Hrauni og munu jafnvel klára afplánun í lokuðu fangelsi en fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi.
Í kjölfar stroksins nú mega mennirnir tveir eiga von á einangrunarvist á Litla-Hrauni og munu jafnvel klára afplánun í lokuðu fangelsi en fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi. vísir/róbert reynisson
Annar tveggja manna sem struku úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt mánudags er enn ófundinn og er leitin að honum nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir í samtali við Vísi að tekin verði ákvörðun um það nú fyrir hádegi hvort lýsa eigi eftir manninum en hann er ekki talinn hættulegur. Hinn fanginn fannst í Reykjavík á sjötta tímanum í gær.

Strokufangarnir eru í kringum tvítugt og voru á sínum tíma dæmdir fyrir minniháttarbrot. Annar þeirra stauk frá Kvíabryggju í fyrra en fannst skömmu síðar á Þingvöllum þar sem hann var handtekinn.

Fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi þannig að engar girðingar eða múrar afmarka það. Fanginn sem í fyrra strauk af Kvíabryggju, sem einnig er opið fangelsi, afplánaði í opnu úrræði sökum aldurs.

Í kjölfar stroksins nú mega mennirnir tveir  eiga von á einangrunarvist á Litla-Hrauni og munu jafnvel klára afplánun í lokuðu fangelsi.


Tengdar fréttir

Í opnu fangelsi sökum aldurs

Fanginn sem strauk af Sogni aðfaranótt mánudags var í opnu fangelsi sökum aldurs, þrátt fyrir að hafa strokið af Kvíabryggju á síðasta ári. Hann strauk ásamt öðrum manni en þeir eru báðir í kringum tvítugt. Annar þeirra fannst á sjötta tímanum í gær.

Tveir fangar struku frá Sogni í nótt

Tveir ungir karlmenn struku úr fangelsinu að Sogni i gærkvöldi og ganga enn lausir, eftir því sem fréttastofa veit best. Lögreglan á Suðurlandi segist kannast við málið, en Fangelsismálatofnun hefur ekki leitað eftir aðstoð hennar.

Fangarnir enn ófundnir

Lögreglan á Suðurlandi leitar enn fanganna tveggja sem struku af Sogni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×