Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 23:35 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira