Erlent

Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja

Frá loftárásum Tyrkja innan landamæra Sýrlands í gær.
Frá loftárásum Tyrkja innan landamæra Sýrlands í gær. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð.

Tyrkir líta á sýrlensku Kúrdana sem bandamenn PKK flokksins í Tyrklandi, sem í áraraðir hefur barist fyrir sjálfstæði Kúrda frá Tyrkjum. Bandaríkjamenn og fleiri vestrænar þjóðir hafa hinsvegar stutt við bakið á Kúrdum í Sýrlandi í baráttu þeirra gegn ISIS samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×