Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 23:05 Vladimir Pútín, forseti Rússlands vísir/getty „Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ Þetta sagði Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, í viðtali í dag en eins og greint hefur verið frá er stefnt að því að ná vopnahléi í Sýrlandi í næstu viku. Ástandið í landinu versnar með hverjum deginum. Rússar, sem styðja Assad Sýrlandsforseta, hafa ekki látið af loftárásum sínum þrátt fyrir harða gagnrýni á þær og þá eru bæði Tyrkir og Sádar að íhuga að senda hersveitir inn í Sýrland.Undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við völd eða ekkiÞeir styðja uppreisnarhópa gegn Assad forseta en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa einnig hreiðrað um sig víða í Sýrlandi og eins og kunnugt er er ríkjum heims mikið í mun að brjóta þau á bak aftur. Það er hins vegar mat margra að það sé ekki hægt nema að koma Assad fyrst úr forsetastólnum.Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretavísir/gettyHammond segir það undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi eða ekki. „Þetta veltur allt á því hvort að Rússar séu tilbúnir til þess að beita áhrifum sínum svo að Assad víki. Það er nákvæmlega sama staða og var uppi fyrir ári síðan,“ segir Hammond.11 milljónir Sýrlendinga á flóttaVopnahléið í Sýrlandi sem nokkur af stórveldum heims, þar á meðal Bretland, Bandaríkin og Rússland, komu sér saman um fyrir helgi var ekki samþykkt í samráði við Assad. Samkomulagið felur ekki aðeins í sér að reynt verði að koma á vopnahléi heldur einnig að hjálpargögnum verði komið til bágstaddra í Sýrlandi. Stríðið í landinu hefur kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Tengdar fréttir Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
„Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ Þetta sagði Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, í viðtali í dag en eins og greint hefur verið frá er stefnt að því að ná vopnahléi í Sýrlandi í næstu viku. Ástandið í landinu versnar með hverjum deginum. Rússar, sem styðja Assad Sýrlandsforseta, hafa ekki látið af loftárásum sínum þrátt fyrir harða gagnrýni á þær og þá eru bæði Tyrkir og Sádar að íhuga að senda hersveitir inn í Sýrland.Undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við völd eða ekkiÞeir styðja uppreisnarhópa gegn Assad forseta en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa einnig hreiðrað um sig víða í Sýrlandi og eins og kunnugt er er ríkjum heims mikið í mun að brjóta þau á bak aftur. Það er hins vegar mat margra að það sé ekki hægt nema að koma Assad fyrst úr forsetastólnum.Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretavísir/gettyHammond segir það undir Rússum komið hvort Assad verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi eða ekki. „Þetta veltur allt á því hvort að Rússar séu tilbúnir til þess að beita áhrifum sínum svo að Assad víki. Það er nákvæmlega sama staða og var uppi fyrir ári síðan,“ segir Hammond.11 milljónir Sýrlendinga á flóttaVopnahléið í Sýrlandi sem nokkur af stórveldum heims, þar á meðal Bretland, Bandaríkin og Rússland, komu sér saman um fyrir helgi var ekki samþykkt í samráði við Assad. Samkomulagið felur ekki aðeins í sér að reynt verði að koma á vopnahléi heldur einnig að hjálpargögnum verði komið til bágstaddra í Sýrlandi. Stríðið í landinu hefur kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi.
Tengdar fréttir Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53 50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13 Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00 Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Segja Rússa og stjórnarherinn beita klasasprengjum Mannréttindasamtök segja minnst 37 borgara hafa fallið vegna slíkra sprengja frá 26. janúar. 9. febrúar 2016 09:53
50 þúsund á flótta frá Aleppo Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum. 11. febrúar 2016 08:13
Friðarsamkomulag upp á von og óvon Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b 13. febrúar 2016 07:00
Ætlar að ná öllu Sýrlandi á sitt vald á ný Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætlar að ná Sýrlandi aftur á sitt vald en stórum hluta landsins er stjórnað af uppreisnarmönnum eða hryðjuverkahópum á borð við ISIS. 12. febrúar 2016 22:59