Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 10:23 Jeb Bush, Ted Cruz og Donald Trump skiptust á föstum skotum í nótt. Vísir/Getty Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45
Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23