Á þátt í merkilegum uppgötvunum LIGO Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Andri M Gretarsson, prófessor í Arizona, á heimili sínu, hann vann í fjölda ára við þróun á nemum sem voru notaðir til að nema þyngdarbylgjur við LIGO-rannsóknarstöð. Dr. Andri M. Gretarsson er prófessor við Embry-Riddle vísindaháskólann í Prescott í Arizona. Hann vann árum saman við LIGO-rannsóknarstöð í Bandaríkjunum sem nýverið nam þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola. Þessi merku tímamót sem urðu í stjarnvísindum eru uppskera áratuga vinnu teymis vísindamanna hjá LIGO. Andri sérhæfir sig í smíði spegla sem hafa ákveðið hlutverk í nema sem nemur þyngdarbylgjur – greinir hvort örsmáar breytingar hafa orðið á ljósgeislum sem væru merki um áhrif frá þyngdarbylgjum. LIGO-rannsóknarstöðvar sem sérhæfa sig í að greina þyngdarbylgjur eru á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í ríkjunum Washington og Louisiana. Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli stöðvanna sem er nauðsynleg fjarlægð til að greina þyngdarbylgjur. Andri vann í stöðinni í Louisiana. Rannsóknir á þyngdarbylgjum hafa staðið yfir í rannsóknarstöðvunum frá sjöunda áratugnum og sífelld framþróun á tækjabúnaði hefur leitt til uppgötvunar sem varð á dögunum. „Ég var fyrst að vinna við að þróa þessa spegla sem eru aðalatriðið í þessum nemum. Í kjölfarið fór ég að vinna í rannsóknarstöðinni í Louisiana við að gera nemann nógu næman. Það var fyrsta útgáfan af þessum nema sem ég vann að, hann hefur síðan þá verið settur saman aftur og verið í stöðugum endurbótum. Maður er búinn að bíða eftir þessu svo lengi, maður trúir þessu varla. Það eru mjög margir vísindamenn búnir að vera að vinna að þessu og lengur en ég, tveir vísindamenn hafa til dæmis starfað að verkefninu frá árinu 1967.“ Andri er hættur hjá LIGO og sinnir nú helsta hugðarefni sínu sem eru rannsóknir á útvarps- og hljóðbylgjum úr geimnum og eðlisfræðitilraunir og -rannsóknir. „Ég er búinn að vera að vinna við LIGO-verkefnið í tuttugu ár og hef líka verið að gera það hér í Embry-Riddle, en maður verður aðeins að prufa eitthvað nýtt svo manni leiðist ekki. Ég er farinn að byggja útvarpsnema sem nema útvarpsbylgjur utan úr geimnum. Það hafa orðið miklar framfarir í þessari tækni. Vísindamenn hafa verið að byggja svona útvarpsnema frá sirka 1930 en það hafa orðið mjög miklar tölvuframfarir. Tölvurnar geta nú tekið inn bylgjur hratt, þær geta gert miklu meira með gögnin. Í staðinn fyrir að nota stóra móttökudiska þá er núna hægt að fara aftur í retró tækni og nota mörg lítil loftnet,“ segir Andri og segir loftnet á litlum útvörpum næstum duga. „Það er hægt að vera með mörg hundruð lítil loftnet á víðavangi og taka gögnin frá þessum stöku loftnetum og setja þau inn í tölvuna. Tölvan getur sett þau saman á réttan hátt. Maður getur eiginlega stjórnað því hvert á himninum loftnetunum er beint, það er að segja, maður getur hlustað á einn tiltekinn stað, það finnst mér verulega heillandi.“ Tengdar fréttir Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola Merk tímamót urðu í stjarnvísindum í gær þegar vísindamenn í Bandaríkjunum skýrðu frá því að þyngdarbylgjur hefðu greinst í fyrsta sinn. Albert Einstein spáði um tilvist þyngdarbylgja fyrir nærri hundrað árum. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Dr. Andri M. Gretarsson er prófessor við Embry-Riddle vísindaháskólann í Prescott í Arizona. Hann vann árum saman við LIGO-rannsóknarstöð í Bandaríkjunum sem nýverið nam þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola. Þessi merku tímamót sem urðu í stjarnvísindum eru uppskera áratuga vinnu teymis vísindamanna hjá LIGO. Andri sérhæfir sig í smíði spegla sem hafa ákveðið hlutverk í nema sem nemur þyngdarbylgjur – greinir hvort örsmáar breytingar hafa orðið á ljósgeislum sem væru merki um áhrif frá þyngdarbylgjum. LIGO-rannsóknarstöðvar sem sérhæfa sig í að greina þyngdarbylgjur eru á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í ríkjunum Washington og Louisiana. Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli stöðvanna sem er nauðsynleg fjarlægð til að greina þyngdarbylgjur. Andri vann í stöðinni í Louisiana. Rannsóknir á þyngdarbylgjum hafa staðið yfir í rannsóknarstöðvunum frá sjöunda áratugnum og sífelld framþróun á tækjabúnaði hefur leitt til uppgötvunar sem varð á dögunum. „Ég var fyrst að vinna við að þróa þessa spegla sem eru aðalatriðið í þessum nemum. Í kjölfarið fór ég að vinna í rannsóknarstöðinni í Louisiana við að gera nemann nógu næman. Það var fyrsta útgáfan af þessum nema sem ég vann að, hann hefur síðan þá verið settur saman aftur og verið í stöðugum endurbótum. Maður er búinn að bíða eftir þessu svo lengi, maður trúir þessu varla. Það eru mjög margir vísindamenn búnir að vera að vinna að þessu og lengur en ég, tveir vísindamenn hafa til dæmis starfað að verkefninu frá árinu 1967.“ Andri er hættur hjá LIGO og sinnir nú helsta hugðarefni sínu sem eru rannsóknir á útvarps- og hljóðbylgjum úr geimnum og eðlisfræðitilraunir og -rannsóknir. „Ég er búinn að vera að vinna við LIGO-verkefnið í tuttugu ár og hef líka verið að gera það hér í Embry-Riddle, en maður verður aðeins að prufa eitthvað nýtt svo manni leiðist ekki. Ég er farinn að byggja útvarpsnema sem nema útvarpsbylgjur utan úr geimnum. Það hafa orðið miklar framfarir í þessari tækni. Vísindamenn hafa verið að byggja svona útvarpsnema frá sirka 1930 en það hafa orðið mjög miklar tölvuframfarir. Tölvurnar geta nú tekið inn bylgjur hratt, þær geta gert miklu meira með gögnin. Í staðinn fyrir að nota stóra móttökudiska þá er núna hægt að fara aftur í retró tækni og nota mörg lítil loftnet,“ segir Andri og segir loftnet á litlum útvörpum næstum duga. „Það er hægt að vera með mörg hundruð lítil loftnet á víðavangi og taka gögnin frá þessum stöku loftnetum og setja þau inn í tölvuna. Tölvan getur sett þau saman á réttan hátt. Maður getur eiginlega stjórnað því hvert á himninum loftnetunum er beint, það er að segja, maður getur hlustað á einn tiltekinn stað, það finnst mér verulega heillandi.“
Tengdar fréttir Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola Merk tímamót urðu í stjarnvísindum í gær þegar vísindamenn í Bandaríkjunum skýrðu frá því að þyngdarbylgjur hefðu greinst í fyrsta sinn. Albert Einstein spáði um tilvist þyngdarbylgja fyrir nærri hundrað árum. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola Merk tímamót urðu í stjarnvísindum í gær þegar vísindamenn í Bandaríkjunum skýrðu frá því að þyngdarbylgjur hefðu greinst í fyrsta sinn. Albert Einstein spáði um tilvist þyngdarbylgja fyrir nærri hundrað árum. 12. febrúar 2016 07:00