Fótbolti

Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jerome Valcke.
Jerome Valcke. vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta.

FIFA sektaði hann einnig um 13 milljónir króna. FIFA segist hafa sannað að hann hafi staðið í braski með miða á HM í knattspyrnu.

Í rannsókninni á Valcke kom einnig í ljós að hann hefði misnotað fé FIFA á ferðalögum sínum fyrir sambandið.

Líkt og aðrir dæmdir menn hjá FIFA þá neitar Valcke því að hafa gert nokkuð rangt.


Tengdar fréttir

FIFA hefur yfirgefið mig

Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit.

Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann

Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×