Innlent

WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands

Bjarki Ármannsson skrifar
WOW segist hafa farið eftir reglum Háskóla Íslands í einu og öllu í málinu.
WOW segist hafa farið eftir reglum Háskóla Íslands í einu og öllu í málinu. Vísir/Vilhelm
Starfsnám fyrir lögfræðinema sem flugfélagið WOW air auglýsti á dögunum, og Bandalag háskólamanna (BHM) hefur gert athugasemd við, er að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar Háskóla Íslands um námsvist nemenda í framhaldsnámi við lagadeildina.

Þetta segir í tilkynningu frá flugfélaginu. WOW óskaði eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám með möguleika á sumarstarfi í framhaldinu. Lögmaður BHM hefur sent flugfélaginu bréf vegna auglýsingarinnar og gerir athugasemdir við hana.

Í bréfinu segir að þær hæfniskröfur sem gerðar eru til umsækjenda í auglýsingunni bendi til þess að um ólaunað starf, en ekki starfsnám, sé að ræða. Svo virðist sem það hafi ekki verið skipulagt í samvinnu við lagadeildir Háskóla Íslands eða Háskólans í Reykjavík.

Auglýsingin sem allt snýst um.
WOW komi ekki að samningum reglna um starfsnám

Í tilkynningunni frá WOW segir að starfsnámið, eða námsvistin, hafi verið auglýst í samstarfi við atvinnunefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Það sé að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar skólans um slíka námsvist.

„Starfsnám er hluti af námi nemenda,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Fyrir starfsnám sem samþykkt er af námsnefnd fá nemendur einingar sem eru metnar sem hluti af einingum til mastersgráðu viðkomandi að hámarki 6 ETSC einingar. Þess vegna var tekið fram í auglýsingu WOW að viðkomandi þyrfti að hafa lokið BA-gráðu. Samkvæmt reglunum er starfsnámið 160 klst. á fjögurra til átta vikna tímabili.“

WOW segir það koma á óvart að BHM skuli beina spjótum sínum eingöngu að sér. Félagið hafi farið eftir reglum háskólans í einu og öllu og segir að ólaunað starfsnám háskólanema hafi tíðkast um langt skeið í samræmi við reglur háskólanna.

„WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna. WOW air beinir því til BHM að taka upp umræðu um þau mál við háskólana.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×