Menning

Jóhann og Atli til­nefndir til Hörpu­verð­launanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann og Atli.
Jóhann og Atli. vísir/getty
HARPA Nordic Film Composer Award verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Berlín 15. febrúar n.k. og er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin verða veitt. Þau voru afhent í Hörpu í Reykjavík árið 2012 og þá var það Björk Guðmundsdóttir sem afhenti verðlaunin.

Að þessu sinni eru tvö íslensk tónskáld tilnefnd; Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til ferilsverðlauna en hann hefur nú tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, en jafnframt til Bafta verðlaunanna og Golden Globe verðlaunanna.

Atli Örvarsson er tilnefndur í flokk bestu kvikmyndatónlistar ársins fyrir tónlist sína við kvikmyndina Hrútar, en sú alíslenska kvikmynd mynd hefur hlotið fleiri verðlaun á einu ári en dæmi eru um. Báðir hinna tilnefndu hafa starfað á alþjóðavettvangi kvikmyndatónlistar um árabil og unnið þar til ýmissa verðlauna og viðurkenninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×