Náði óvart EM-lágmarki Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppir í tveimur greinum um helgina en Aníta Hinriksdóttir tekur einnig þátt og keppir í 800 metra hlaupi Fréttablaðið/Anton Brink Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti