Vill að dóttir sín skipti um skóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 19:45 Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent