Völd forseta Íslands Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. Kjarninn í umræðunni er að hlutverk forseta er óskýrt samkvæmt íslenskum stjórnlögum og hefur verið undirorpið þróun á stjórnskipulegum vettvangi. Óvissa um hlutverk og völd forseta leiðir til þess að það er háð persónu hans og geðþótta hverju sinni hversu langt völd hans ná. Nærtækasta dæmið er málskotsréttur forseta til þjóðar um synjun eða samþykkt á frumvörpum frá Alþingi. Enga takmörkun er að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni, sem leiðir til þess að fræðilega getur forseti skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis. Hlutverk forseta í utanríkismálum er óskýrt en ekki er ljóst hvort hann er bundinn af utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá takast menn á um hvort forsetinn geti íhlutast til um stjórnarathafnir framkvæmdarvaldsins, sem hingað til hefur verið litið á sem hlutverk formlegs eðlis. Alvarleg togstreita gæti orðið við stjórn landsins ef einhver framantalinna atriða yrðu að veruleika. Forsetinn er einn einstaklingur. Hann er ekki bundinn skyldu til samráðs eða er inni í forsendum ákvarðana í einstaka málum. Þingmenn og ráðherrar hafa allajafna skyldur við tiltekinn hóp manna, svo sem þann flokk sem þeir tilheyra, stjórnsýslu og svo framvegis. Ráðherrar bera svo lagalega og pólitíska ábyrgð. Þá þarf a.m.k. 32 menn til að samþykkja lög auk þeirra sem að málum koma á fyrri stigum. Þróun embættis forseta Íslands hefur leitt til þess að það er ekki í takt stjórnskipan annarra evrópskra þingræðisríkja. Í Frakklandi, þar sem stjórnskipunin er kennd við forsetaræði, er svigrúm forseta til beitingar á málskotsrétti takmarkað bæði hvað varðar málaflokka og persónulegt athafnafrelsi. Ísland hefur talist til ríkja sem búa við hreint þingræði en spyrja má hvort þróun stjórnskipunarinnar skipi okkur meðal ríkja sem búa við forsetaræði. Er það sú skipan sem þjóðin vill? Í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var að finna margar góðar breytingar á embætti forseta t.d. að takmarka setu hans í embætti, breytingu á kjöri o.s.frv. Breytingar sem eru löngu tímabærar. Staða forsetaembættisins er aðeins ein önnur áminning um nauðsyn endurskoðunar á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. Kjarninn í umræðunni er að hlutverk forseta er óskýrt samkvæmt íslenskum stjórnlögum og hefur verið undirorpið þróun á stjórnskipulegum vettvangi. Óvissa um hlutverk og völd forseta leiðir til þess að það er háð persónu hans og geðþótta hverju sinni hversu langt völd hans ná. Nærtækasta dæmið er málskotsréttur forseta til þjóðar um synjun eða samþykkt á frumvörpum frá Alþingi. Enga takmörkun er að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni, sem leiðir til þess að fræðilega getur forseti skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis. Hlutverk forseta í utanríkismálum er óskýrt en ekki er ljóst hvort hann er bundinn af utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá takast menn á um hvort forsetinn geti íhlutast til um stjórnarathafnir framkvæmdarvaldsins, sem hingað til hefur verið litið á sem hlutverk formlegs eðlis. Alvarleg togstreita gæti orðið við stjórn landsins ef einhver framantalinna atriða yrðu að veruleika. Forsetinn er einn einstaklingur. Hann er ekki bundinn skyldu til samráðs eða er inni í forsendum ákvarðana í einstaka málum. Þingmenn og ráðherrar hafa allajafna skyldur við tiltekinn hóp manna, svo sem þann flokk sem þeir tilheyra, stjórnsýslu og svo framvegis. Ráðherrar bera svo lagalega og pólitíska ábyrgð. Þá þarf a.m.k. 32 menn til að samþykkja lög auk þeirra sem að málum koma á fyrri stigum. Þróun embættis forseta Íslands hefur leitt til þess að það er ekki í takt stjórnskipan annarra evrópskra þingræðisríkja. Í Frakklandi, þar sem stjórnskipunin er kennd við forsetaræði, er svigrúm forseta til beitingar á málskotsrétti takmarkað bæði hvað varðar málaflokka og persónulegt athafnafrelsi. Ísland hefur talist til ríkja sem búa við hreint þingræði en spyrja má hvort þróun stjórnskipunarinnar skipi okkur meðal ríkja sem búa við forsetaræði. Er það sú skipan sem þjóðin vill? Í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var að finna margar góðar breytingar á embætti forseta t.d. að takmarka setu hans í embætti, breytingu á kjöri o.s.frv. Breytingar sem eru löngu tímabærar. Staða forsetaembættisins er aðeins ein önnur áminning um nauðsyn endurskoðunar á stjórnarskránni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar