Völd forseta Íslands Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. Kjarninn í umræðunni er að hlutverk forseta er óskýrt samkvæmt íslenskum stjórnlögum og hefur verið undirorpið þróun á stjórnskipulegum vettvangi. Óvissa um hlutverk og völd forseta leiðir til þess að það er háð persónu hans og geðþótta hverju sinni hversu langt völd hans ná. Nærtækasta dæmið er málskotsréttur forseta til þjóðar um synjun eða samþykkt á frumvörpum frá Alþingi. Enga takmörkun er að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni, sem leiðir til þess að fræðilega getur forseti skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis. Hlutverk forseta í utanríkismálum er óskýrt en ekki er ljóst hvort hann er bundinn af utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá takast menn á um hvort forsetinn geti íhlutast til um stjórnarathafnir framkvæmdarvaldsins, sem hingað til hefur verið litið á sem hlutverk formlegs eðlis. Alvarleg togstreita gæti orðið við stjórn landsins ef einhver framantalinna atriða yrðu að veruleika. Forsetinn er einn einstaklingur. Hann er ekki bundinn skyldu til samráðs eða er inni í forsendum ákvarðana í einstaka málum. Þingmenn og ráðherrar hafa allajafna skyldur við tiltekinn hóp manna, svo sem þann flokk sem þeir tilheyra, stjórnsýslu og svo framvegis. Ráðherrar bera svo lagalega og pólitíska ábyrgð. Þá þarf a.m.k. 32 menn til að samþykkja lög auk þeirra sem að málum koma á fyrri stigum. Þróun embættis forseta Íslands hefur leitt til þess að það er ekki í takt stjórnskipan annarra evrópskra þingræðisríkja. Í Frakklandi, þar sem stjórnskipunin er kennd við forsetaræði, er svigrúm forseta til beitingar á málskotsrétti takmarkað bæði hvað varðar málaflokka og persónulegt athafnafrelsi. Ísland hefur talist til ríkja sem búa við hreint þingræði en spyrja má hvort þróun stjórnskipunarinnar skipi okkur meðal ríkja sem búa við forsetaræði. Er það sú skipan sem þjóðin vill? Í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var að finna margar góðar breytingar á embætti forseta t.d. að takmarka setu hans í embætti, breytingu á kjöri o.s.frv. Breytingar sem eru löngu tímabærar. Staða forsetaembættisins er aðeins ein önnur áminning um nauðsyn endurskoðunar á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. Kjarninn í umræðunni er að hlutverk forseta er óskýrt samkvæmt íslenskum stjórnlögum og hefur verið undirorpið þróun á stjórnskipulegum vettvangi. Óvissa um hlutverk og völd forseta leiðir til þess að það er háð persónu hans og geðþótta hverju sinni hversu langt völd hans ná. Nærtækasta dæmið er málskotsréttur forseta til þjóðar um synjun eða samþykkt á frumvörpum frá Alþingi. Enga takmörkun er að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni, sem leiðir til þess að fræðilega getur forseti skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis. Hlutverk forseta í utanríkismálum er óskýrt en ekki er ljóst hvort hann er bundinn af utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá takast menn á um hvort forsetinn geti íhlutast til um stjórnarathafnir framkvæmdarvaldsins, sem hingað til hefur verið litið á sem hlutverk formlegs eðlis. Alvarleg togstreita gæti orðið við stjórn landsins ef einhver framantalinna atriða yrðu að veruleika. Forsetinn er einn einstaklingur. Hann er ekki bundinn skyldu til samráðs eða er inni í forsendum ákvarðana í einstaka málum. Þingmenn og ráðherrar hafa allajafna skyldur við tiltekinn hóp manna, svo sem þann flokk sem þeir tilheyra, stjórnsýslu og svo framvegis. Ráðherrar bera svo lagalega og pólitíska ábyrgð. Þá þarf a.m.k. 32 menn til að samþykkja lög auk þeirra sem að málum koma á fyrri stigum. Þróun embættis forseta Íslands hefur leitt til þess að það er ekki í takt stjórnskipan annarra evrópskra þingræðisríkja. Í Frakklandi, þar sem stjórnskipunin er kennd við forsetaræði, er svigrúm forseta til beitingar á málskotsrétti takmarkað bæði hvað varðar málaflokka og persónulegt athafnafrelsi. Ísland hefur talist til ríkja sem búa við hreint þingræði en spyrja má hvort þróun stjórnskipunarinnar skipi okkur meðal ríkja sem búa við forsetaræði. Er það sú skipan sem þjóðin vill? Í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var að finna margar góðar breytingar á embætti forseta t.d. að takmarka setu hans í embætti, breytingu á kjöri o.s.frv. Breytingar sem eru löngu tímabærar. Staða forsetaembættisins er aðeins ein önnur áminning um nauðsyn endurskoðunar á stjórnarskránni.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun