Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll segir að Samfylkingin hafi ekki staðið sig þegar aðildarumsókn að ESB hafi verið byggð á baktjaldasamkomulagi og þegar flokkurinn studdi Icesave samning sem ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segist ekki búinn að taka afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér að nýju sem formaður flokksins. Þetta kemur fram í löngu bréfi sem hann hefur sent flokksmönnum. Þar segir hann að flokkurinn þurfi að eiga samtal til að skapa sátt og traust og að hann muni helga sig því verkefni á næstu vikum. „Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem formaður flokksins,“ segir hann í bréfinu.Fagnar ákvörðun um formannskjör Árni segist fagna þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins að efna til landsfundar og formannskjörs í vor. Hann segir að fólki beri saman um að frekari aðgerða sé þörf en að endurnýja umboð flokksforustunnar; skýringa á stöðu flokksins sé ekki bara að leita þar. Hann segir að ekki verði tekist á við rót vandans með mannfórn. „Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður formaður Samfylkingarinnar ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálgast fólkið í landinu. Við tökum ekki á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu,“ skrifar formaðurinn.Mistök gerð strax árið 2007 Í bréfinu segir Árni Páll að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir hann. Mistök hafi verið gerð strax þegar flokkurinn gekk fyrst í ríkisstjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valdakerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjölbreytt hagsmunatengsl peninga og stjórnmála – sem enn eru ráðandi – og þá blindu á hættur sem var ríkjandi í aðdraganda hruns,“ segir hann í bréfinu.Icesave og ESB vandamál Í upptalningu segir Árni Páll meðal annars að flokkurinn hafi stutt Icesave samning sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og að aðildarumsóknin að ESB hafi verið byggð á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt í stað þess að fá skýrt umboð til viðræðna. Hann segir að flokkurinn hafi misst af tækifærinu til að axla sameiginlega ábyrgð á mistök og frekar kosið að fórna einstaklingum til að koma öðrum í skjól. „Ingibjörg Sólrún baðst afsökunar á sínum hlut. Sú afsökunarbeiðni átti að vera okkur fagnaðarefni og tækifæri til að auðvelda flokknum að takast á við mistök í þeirri ríkisstjórn. Í staðinn var sú afsökunarbeiðni nýtt sem syndakvittun fyrir aðra,“ segir hann. „Flokkurinn tók ekki félagslega ábyrgð á prófkjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórnaði Steinunni Valdísi einni. Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn Steinunnar Valdísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mistökum sem við gerum saman.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira